Hagsmunasamtök heimilanna bjartsýn eftir fund með ráðherrum

Það stefnir í að 73 þúsund heimili, eða flestallar íslenskar fjölskyldur, verði eignalausar að ári, að mati Hagsmunasamtaka heimilanna. Eiginfjárhlutfall þessara fjölskyldna var 54% í byrjun 2008, lækkaði í 40% í árslok 2008 og lauslega áætlað, verður eiginfjárhlutfall þessara heimila uppurið í árslok 2011 miðað við spá um verðbólgu og fasteignaverð á næsta ári.

Engu að síður var bjartsýnistónn í fulltrúum Hagmunasamtakanna eftir fund með ráðherrum í morgun.

Marinó G Njálsson stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna og fleiri sátu fund með forsætis, fjármála, félags og viðskiptaráðherra í stjórnarráðinu í morgun. Hann var fremur bjartsýnn eftir fundinn og sagði aðila ætla að hittast aftur eftir helgina. „Já okkar hugmyndir eiga hljómgrunn. spurning um útfærslu. þarf að fá banka og lífeyrissjóði að borðinu.

Marinó segir að ríkisstjórnin þurfi að koma til móts við fólkið í landinu og draga úr þeirri miklu greiðslubyrði sem hvíli á fólki.

Aðspurður segist hann á þeirri skoðunn að það sé vilji til þess að ná lausn. „Hvort hún er nákvæmlega á þeim nótum sem við erum að tala um verður bara að koma í ljós," segir Marínó og bætir við að hugmyndir Hagsmunasamtakanna hafi fengið góðan hljómgrunn á fundinum.

„Við viljum fyrst og fremst að það sem var ranglega sett á fólk verði tekið aftur. Miðað við verðtryggð lán lítum við á það sem svo að það séu einhver átján prósent sem var ranglega bætt á höfuðstól lánanna og við viljum að það verði tekið aftur," segir Marinó G. Njálsson. (visir.is)

Það er gott að viðræður ganga vel milli ráðherra og hagsmunasamtaka heimilanna. Vonandi mun ríkisstjórnin taka tillit til óska hagsmunasamtakanna.

 

Björgvin Guðmundssson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband