Tunnumótmæli við stjórnarráðið í dag

Boðað hefur verið til mótmæla við stjórnarráðshúsið milli klukkan tíu og tólf undir yfirskriftinni: Tunnum ríkisstjórnina.
Nokkur fjöldi mótmælenda svaf úti við stjórnarráðshúsið í nótt til að vekja athygli á bágri stöðu fjölda fólks.

„Það er greinilegt að tunnurnar valda titringi þó alvöru viðbrögð láti á sér standa. Aðfararnótt þriðjudagsins ætla hetjulegustu mótmælendurnir að sofa úti við Stjórnarráðið og freista þess að vekja athygli á þeirri nöturlegu framtíð sem stjórnvöld stefna meginþorra íslensku þjóðarinnar í," segir í tilkynningu frá skipuleggjendum mótmælanna.

Þeir hafa hvatt vinnuveitendur til að gefa fólki frí fyrir hádegi í dag þannig að fólk geti tekið þátt í mótmælunum. 

„Við viljum ekki aðeins skipta út spilltum stjórnmálamönnum fyrir nýtt fólk sem tekur kjör almennings fram yfir örlög steinhússins við Austurvöl...l heldur viljum við fólk sem sýnir það í verki." Þetta er úr boðskap skipuleggjenda mótmælanna.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband