Sunnudagur, 17. október 2010
ASÍ vill hjálpa þeim,sem verst eru staddir
Það er stjórnmálamannanna að svara því hvort vilji er til þess að fara þessa leið eða ekki og ef stjórnvöld vilja fara hana væri nær að fjármagna hana með almennum sköttum frekar en að láta þá sem lökust hafa lífeyrisréttindin taka skellinn með lækkun réttinda," segir í tilkynningu um greiðslu- og skuldavanda heimilanna á vefsíðu ASÍ. Þar segir að ýmsir aðilar hafi undanfarna daga leyft sér að rangtúlka og afvegaflytja afstöðu sambandins í málinu. Nú síðast Hagsmunasamtök heimilianna.
ASÍ segist hafa lagt mikla áherslu á að frá fram breytingar á lögum og reglum svo hægt væri að takast með trúverðugum og sanngjörnum hætti á við mikinn greiðslu- og skuldavanda þeirra heimila sem verst hafa orðið úti í efnahagshruninu. Krafa okkar er að þetta verði gert með aðlögun á greiðslubyrði í formi hagstæðari greiðslu- og lánaskilmála og beinni afskrift eða lækkun skulda sérstaklega hjá ungu fólki sem keypti sína fyrstu íbúð á árunum 2006-8."Þá segir í tilkynningunni: Í öðru lagi hefur ASÍ aldrei sett sig á móti því að stjórnvöld fari þá leið að lækka skuldir allra þeirra sem eitthvað skulda óháð hvort þeir eru í einhverjum vanda með skuldir sínar eða ekki. ASÍ hefur óskað eftir upplýsingum um það með hvaða hætti fjármagna eigi slíka aðgerð sem almennt er viðurkennt að kosti á bilinu 220-230 miljarða króna."
Þá segir ASÍ að gera verði greinarmun á andstöðu sambandsins við að lífeyrissparnaður verði tekin ófrjálsri hendi og afstöðunnar til almennrar lækkunar skulda óháð þörf.
Þó okkar barátta hafi fyrst og fremst snúist um að hjálpa þeim sem eru í mestum vanda þeirra sem eru að missa heimili sín er það einfaldlega rangt að við höfum brugðið fæti fyrir almenna lækkun skulda allra. Þeir sem sett hafa slíkar tillögur á oddinn hljóta hins vegar að bera ábyrgð á því að finna haldbærar og lögmætar leiðir til að fjármagna slíka aðgerð í stað þess að láta málið snúast um tillögu um að lífeyrissparnaður almenns launafólks sé tekin ófrjálsri hendi."
ASÍ segir með ólíkindum að stjórnmálamenn hafi sett þessa umræðu af stað ef forsenda hennar hafi frá upphafi hvílt á samþykki forystu Alþýðusambandsins fyrir því að lífeyrissparnaður félagsmanna þess yrði tekin ófrjálsri hendi.
Það er enn furðulegra að halda því fram, að andstaða forystu ASÍ við slíkri óréttlátri og ólögmætri ráðstöfun sé andstætt hagsmunum þess. Hitt get ég tekið undir með talsmönnum Hagsmunasamtaka heimilanna að ríkisstjórnin hafi ,,dregið þau á asnaeyrunum en það er ekki við ASÍ að sakast í því efni." (visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Síður á vísir.is
Flýtival
Nýtt á Vísi
Ert þú hlynnt(ur) flatri niðurfærslu skulda landsmanna um 18% ef það þýðir hækkun skatta og hærri vexti á lán?
Kjörkassinn
Nei

Aðgengisvirkni
RSS Fréttastraumur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.