Fimmtudagur, 21. október 2010
Borgin hagræðir um 1,7 milljarða
Þriðja árið í röð er verið að leggja fram fjárhagsramma með hagræðingarkröfu. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að bilið milli tekna Reykjavíkurborgar og gjalda nemur um 4,5 milljörðum króna. Óumflýjanlegt sé að breyta stjórnkerfi, sameina starfsstöðvar og nýta húsnæði á fjölbreyttari og hagkvæmari hátt en nú er gert. Áhersla er lögð á að verja velferðarsvið gegn hagræðingarkröfu vegna erfiðs ástands í þjóðfélaginu. Að auki var lögð áhersla á að verja þjónustu við börn og ungmenni eftir fremsta megni.
Þá kemur einnig fram að skerðing á framlagi ríkisins til sveitarfélaga samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þýði auknar byrðar á Reykjvíkurborg sem nemi 845 milljónum króna. Það sé með öllu óásætanlegt að velta þessum vanda yfir á sveitarfélögin á þessum erfiðu tímum. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar mun fara þess á leit við ríkisstjórnina að þessi áform verði endurskoðuð.(ruv.is)
Borgin eins og ríkið verður að skera niður en áríðandi er að hlífa velferðarsviðinu.Þetta eru erfiðir tímar og margir einstaklingar eru í miklum erfiðleikum vegna atvinnuleysis og bágra kjara. Ríki og borg verða að taka tillit til þeirra.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.