65 sagt upp hjá Orkuveitunni í dag

65 starfsmönnum Orkuveitunnar var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu í dag. Flestir þeirra sem hætta nú störfum hafa unnið við fræðslu- og kynningarstörf innan fyrirtækisins.

Starfsmönnunum var tilkynnt um uppsagnirnar um hádegisbilið og taka þær gildi um mánaðamót. Þeir starfsmenn sem sagt var upp hætta strax störfum en fá greitt samkvæmt kjarasamningi út uppsagnarfrestinn. Dæmi eru um að starfsfólki með allt að 40 ára starfsaldur innan fyrirtækisins hafi verið sagt upp störfum. Starfsmannafélag Reykjavíkur lýsir vonbrigðum með uppsagnirnar og telur að aðrar leiðir til hagræðingar hafi ekki verið fullreyndar. Helgi Þór Ingason, forstjóri Orkuveitunnar, segir stöðu fyrirtækisins þannig að óhjákvæmilegt sé að grípa til sársaukafullra aðgerða til að styrkja undirstöður rekstursins.

Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, lýsir vonbrigðum með uppsagnirnar. Hann segist hafa miklar áhyggjur og vera dapur yfir þessu því meirihlutinn af fólkinu sé í starfsmannafélaginu.

Garðar segir að aðrar leiðir til hagræðingar hafi ekki verið kannaðar til hlítar svo sem sala eigna, gjaldtaka og hagræðing í rekstri. Starfsmannafélagið hefur áhyggjur af því að starfsmenn sem hafa unnið dyggilega fyrir fyrirtækið í fjölda ára eigi margir hverjir erfitt með að komast inn á vinnumarkað í því ástandi sem nú ríkir.(ruv.is)

Þetta eru mjög slæmar fréttir.Margir,sem fengu uppsagnarbréf eru búnir að vinna mjög lengi hjá OR.Erfitt getur verið fyrir marga þessara manna að fá vinnu annars staðar,þar eð þeir eru komnir af besta aldri.Hætt er við að flestir þ.essara starfsmanna fari á atvinnuleysisbætur.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband