Mótframboð gegn forseta ASÍ

 

Guðrún J. Ólafsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í VR, býður sig fram gegn sitjandi formanni ASÍ, Gylfa Arnbjörnssyni.

Ársfundur ASÍ stendur nú yfir.

Í framboðsræðu sinni kynnti Guðrún sig sem viðskiptafræðing og einstæða þriggja barna móður. Hennar helsta markmið er að endurvekja traust á verkalýðsforystunni.

Gylfi sagðist fagna framboði hennar og þessu tækifæri til að leggja störf sín í dóm félagsmanna.

Yfirskrift fundarins er „Stopp, hingað og ekki lengra," og er megináherslan lögð á efnahags-
og kjaramál, velferðar- og vinnumarkaðsmál og atvinnu- og umhverfismál. Unnið verður í þremur ólíkum málstofum á fundinum
sem fer fram í þjóðfundarformi.

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir mun stíga til hliðar sem varaforseti ASÍ vegna veikinda. Þó gefur hún enn kost á sér til setu í miðstjórn.

Boðað hefur verið til svokallaðra tunnumótmæla fyrir utan Hilton-hótel klukkan tvö, þar sem fundurinn er haldinn. Um sex hundruð manns hafa á Facebook staðfest þátttöku sína(visir.is)

 

Ekkert er óeðlilegt við það að fram komi mótframboð gegn forseta ASÍ.Hins vegar tel ég,að Gylfi Arnbjörnsson sé besti kosturinn í stöðunni.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband