Segir brýnt að rannsaka ákvörðun um stuðning við innrás í Írak

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, segir brýnt að rannsakað verði hverning staðið var að ákvörðun Ísland um að styðja innrásina í Írak í mars 2003.

Tvær tillögur voru lagðar fram á síðasta þingi sem lutu að því að varpaði yrði ljósi á og rannsakað hverning og hvers vegna ákveðið var að styðja innrásina. Til stóða að sameina þær í eina en það tókst ekki fyrir þingslok. Össur Skarphéðinssson upplýsti í morgunútvarpi Rásar tvö að í vinnu ráðuneytisins hefðu komið í ljós ný plögg sem sýni samskipti íslenskra og bandarískra embættismanna í aðdragana þess að Ísland ákvaða að vera á lita þeirra þjóða sem studdu innrásina.

Árni Þór segist eindregið þeirrar skoðunar að rannska eigi málið. Bæði upplýsingar frá Weakileaks og upplýsingar utanríkisráðherra styðji það. Árni segist ætla að beita sér fyrir því að málið verði rannsakað.(ruv.is)

Það hefur verið gagnrýnt árum saman,að það skyldi ekki lagt fyrir alþingi og ríkisstjórn hvort Ísland ætti að styðja innrás Bandaríkjannna í Írak.Það var ekki gert. Tveir menn,forsætisráðherra og utanríkisráðherra þáverandi ríkisstjórnar ákváðu að Ísland skyldi styðja innrásina.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband