Fimmtudagur, 28. október 2010
Vill opinbera rannsókn á lífeyrissjóðunum
Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins vill að gerð verði opinber rannsókn á starfsemi lífeyrissjóðanna á síðustu árum.
Hann óttast að lífeyrissjóðirnir hafi tapað miklu meiri peningum en upplýst hefur verið. Ef að ég væri stjórnmálamaður í dag eða forstjóri í líffeyrissjóði þá myndi ég gera kröfu um að það færi opinbert eftirlit í gang, að þeir yrðu teknir út og rannsakaðir. Guðni hefur einnig miklar efasemdir um fjárfestingarstefnu líffeyrissjóðanna nú.(ruv.is)
Þetta er eðlileg ósk. Það þarf rannsókn á lífeyrissjóðunum.Og það þarf strangari reglur um starf..semi þeirra en áður hafa gilt.Hér er um svo mikla fjármuni að tefla að ekki gengur að ganga losaralega um þessar eignir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.