LÍÚ vill einoka kvótana áfram.Standa verður við kosningaloforðið

Ársþing LÍÚ var sett í dag.Í setningarræðu formanns LÍÚ,Adolfs Guðmundssonar,kom fram,að samtökin viilja áfram einoka kvótana.Enda þótt mikill meirihluti landsmanna sé andvígur kvótakerfinu hangir LÍÚ á kvótunum eins og hundur á roði.Nú vilja samtökin meira að segja færa sig upp á skaftið.Þeim dugar ekki að hafa allar aflaheimildir og fá þær til eins árs í senn. Nú vilja útvegsmenn fá kvótana til langs tíma 10, 20 eða 30 ára  til þess að treysta kverkatak sitt á kvótunum og geta látið eins og þeir eigi kvótana enda þótt þeir séu sameign allrar þjóðarinnar. Það væri móðgun við íslensku þjóðina ef kvótunum væri úthlutað til langs tíma til þeirra sem hafa braskað með kvótana gegnum árin.Það væru þokkalegar efndir á kosningaloforðinu um að innkalla kvótana á 20 árum. Þjóðin krefst þess að staðið verði við  þetta kosningaloforð.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband