Ólína verður meðal fulltrúa,semja eiga nýtt frumvarp um kvótakerfið

Ólína Þorvarðardóttir verður annar tveggja fulltrúa Samfylkingar,sem eiga að semja nýtt frumvarp um kvótakerfið fyrir sjávarútvegsráðherra.Hún er nokkuð róttæk í málinu og hefur viljað halda að mestu við kosningaloforð Samfylkingar um fyrningarleið. En þó er örlítið undanhald á henni.T.d.talar hún nú um að nýta það besta úr báðum leiðum samningaleið og uppboðsleið. Það gengur ekki að úthluta veiðiheimildum til langs tíma.Það væru svik við stefnu Samfylkingarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ólína kemur að samningu frumvarpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli hún sé að átta sig á því hverju hennar vegferð mun skila.

Stefna ríkisstjórnarinnar var sett á að fyrna kvótann.

Er stefnumörkun heilög?

Hvað ef liðið sem vann að stefnumótuninni kemst að því að fyrningarleiðin er glapræði, á þá að halda stefnunni til streitu eða sætta sig við það að hafa haft rangt fyrir sér?

Hvers vegna ályktuðu allir hagsmunaaðilar (utan einn) að samningaleiðin væri betri en "tilboðsleiðin"? Hvers vegna segja Björn Valur og Guðbjartur að samningaleiðin sé betri?

Hversvegna var niðurstaða Deloitte sú að fyrningarleiðin væri glapræði. Hversvegna hnekkti skýrsla Háskólans á Akureyri engu frá Deloitte? Hversvegna er Ólína að negla varnagla?

Ég skal bara segja þér það. Fyrningarleiðin er til þess eins fallin að festa fátækt á íslandi í sessi. Menn sem skilja ekki margföldunaráhrif frá undirstöðu atvinnugrein okkar eiga ekki svo mikið sem koma nálægt stjórnmálum. Ef Ólína er að fara að skilja það...gott. En það mun enginn geta komið vitinu fyrir Jón Bjarnason, ekki nema einhverjum takist að endurraða í honum litningunum.

Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband