Ekki má skerða framlög til öldrunarmála

Mér brá mjög þegar ég sá þau ummæli höfð eftir heilbrigðis-og félagsmálaráðherra,Guðbjarti Hannessyni,að til greina kæmi að skerða framlög til öldrunarmála. Ummælin lét hann falla í sambandi við skerðingu framlaga til heilbrigðisstofnana á Vestfjöðrum og möguleikana á því að  draga i úr lækkun framlaga til  þeirra.Ekki kemur til greina að skerða framlög til öldrunarmála.Framlög til þess málaflokks hafa þegar verið skorin niður af fyrrverandi félagsmálaráðherra.Og útilokað er  að skera þar meira niður. Þvert á móti er nú orðið tímabært að bæta kjör eldri borgara til samræmis við þær kauphækkanir,sem láglaunafólk hefur fengið undanfarið eða frá ársbyrjun 2009.

Nauðsynlegt er að hlúa vel að sjúku fólki en ekki er síður mikilvægt að sinna vel öldruðum.Það eru aldraðir,sem hafa byggt upp þetta þjóðfélag og  við eigum að búa það vel að eldri borgurum að þeir geti lifað með reisn á efri árum.Við leysum ekki vanda sjúkstofnana úti á landi á kostnað aldraðra.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband