Mánudagur, 1. nóvember 2010
Óskalisti Sjálfstæðisflokksins
Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti í gær nýjan óskalista yfir það sem gera ætti. Þar er markverðast að skattahækkanir verði dregnar til baka á næstu 2 árum og 22 þús. ný störf sköpuð.Það er óábyrgt að tala um að draga til baka skattahækkanir þegar ekki er búið að loka fjárlagagatinu.Einnig er "billegt" að tala um að skapa 22 þús. ný störf. Það er auðvelt að segja það er erfiðara að framkvæma það. Ríkisstjórnnin vill fá alla að borðinu til þess að ræða um atvinnumálin,þ.e. stjórn,stjórnarandstöðu og aðila vinnumarkaðarins.Þar mun Sjálfstæðisflokkurinn væntanlega leggja sínar tillögur fram.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Björgvin, lestu á xd.is það sem Sjálfstæðisflokkurinn er að tala um áður en þú dæmir.
Þetta er þó allaveg tilraun til að koma til móts við venjulegt fólk sem á í erfiðleikum, meir en hægt er að segja um stjórnarflokkana.
BBM
Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 10:29
Sæll Baldur!
Tillögur Sjálfstæðisflokksins,sem þingflokkurinn kynnti í gær,hafa vakið athygli. Margar af tillögunum eru eins og óskalisti en nokkrar tillögur eru athygli verðar. Tillagan um að draga til baka skattahækkanir ríkisstjórnarinnar á næstu 2 árum er óraunhæf. Væri það gert mundi ríkishallinn aukast og vaxtagjöld ríkisins stórhækka. Ég get stutt tillöguna um að auka þorskaflann um 35 þús. tonn.Sú tillaga er góð.Dæmi um " óskalista" er þessi tillaga:Framkvæmdir við álver í Helguvík verði hafnar.Þetta er góð ósk en það er ekki í valdi ríkisstjórnarinnar að ákveða að framkvæmdir þarna skuli hafnar. Það stendur á orku og það er á valdi sveitarfélaga og HS Orku að sjá til þess að næg orka verði. Auk þess er ekki vitað hvort fjármögnun er tryggð.Margar ágætar tillögur er á lista Sjálfstæðisflokksins yfir aðgerðir til þess að leysa skuldavanda heimilanna. Sumar hafa þegar verið framkvæmdar. Aðrar eru í athugun hjá stjórnvöldum. Væntanlega hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt þessar tillögur fram í samráðsnefnd ríkisstjórnar,stjórnarandstöðu og samtaka um skuldavanda heimilanna. Þar eru allar tillögur teknar til meðferðar og reiknaðar út af sérfræðingum.
Bestu kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 2.11.2010 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.