Blönduð leið til lausnar skuldavanda heimilanna

Líklegast er að farin verði blönduð leið til lausnar á skuldavanda heimilanna. Almenn niðurfærsla skulda er út af borðinu að mati forsætisráðherra. Bankarnir vilja skoða blöndu af sértækri skuldaaðlögun og hækkun vaxtabóta til að koma til móts við skuldug heimili.

Fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar funduðu með fulltrúum fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Kynntar voru niðurstöður skýrslu sérfræðinghóps sem mat kostnað af ýmsum leiðum til lausnar á skuldavanda heimilanna. Hópurinn mat að sértæk skuldaaðlögun væri raunhæfasta leiðin til að bregðast við en að flöt niðurfærsla væri óraunhæf.


Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion Banka, segir fundinn hafa gengið vel en að enginn niðurstaða lægi fyrir um aðgerðir. Mörgum leiðum hafi verið velt upp en horfa þurfi til þess hverjar þeirra séu færar. Hann segir að bönkunum þyki liggja í augum uppi að almenn leið til leiðréttingar sé ekki sú sem fara eigi. Höskuldur sagði að skoða yrði tillögur reiknimeistara en líklega yrði farin einhver blönduð leið finnist flötur á því.


Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherrra sagði góðan samstarfsvilja á fundinum en að enn væru skiptar skoðanir um hvaða leið væri best til að bregðast við vandanum. Hún sagði þá sátu fundinn hafa ákveðnum skyldum að gegna gagnvart almenningi og því væri brýnt að komast að niðurstöðu sem fyrst. Ekki væri langur tími til stefnu. Ekki sé hægt að setja á laggirnar hóp sem eigi að starfa næstu vikur í viðbót. Tími sé kominn til að fá lausn í málið. Forsætiráðherra sagðist ætla, ásamt fjármálaráðherra, að fara yfir málið. Þá verði kannað hvernig verið farið áfram og skoðað með þeim sem sátu fundinn í dag hvaða samsettu lausn sé hægt að ná saman um.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband