Hjálparstofnanir tregar til samstarfs við félagsmálaráðuneytið

Hjálparstofnanir eru sumar tregar til samvinnu við Félagsmálaráðuneytið, sem vill kortleggja hópinn sem til þeirra leitar. Ráðherra segir þær heldur ekki viljugar til að breyta kerfinu með því að úthluta matarkortum. Jólaúthlutun Fjölskylduhjálparinnar hófst í dag.

Fólkinu sem stóð í röðinni fyrir utan hjá Fjölskylduhjálpinni í dag var að vonum illa við myndavél sjónvarpsins og vildi ekki tjá sig um sína stöðu. Það var þó á því að heyra að það fyndi ekki fyrir stuðningi stjórnvalda. 

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að þegar sé búið að borga 730 milljónir út úr bótakerfinu.  „Við bættum 280 milljónum við í desemberuppbót fyrir atvinnulausa. Nú við leggjum pening líka í þessa jólaaðgerð,“ segir ráðherra.

Framfærslustyrkur sveitarfélaga hefur verið hækkaður upp í 149 þúsund. Ráðuneytið hefur leitað samstarfs við hjálparsamtökin við að kortleggja hópinn sem þangað leitar, til þess að finna út með hvaða hætti megi mæta þeirra þörfum

„Það hefur verið misjafnllega vel tekið í það.  Við fórum í raðirnar hjá Fjölskylduhjálpinni og það er búið að kortleggja hvaða hópur var þar og við eigum eftir að fá úrvinnsluna endanlega úr því.“ Þriðjungur fólksins hafi verið útlendingar.

Það þurfi að finna leið svo fólk þurfi ekki að standa í biðröðum.  Guðbjartur segir að leitað hafi verið eftir því að farin yrði svokölluð kortaleið.  „En það var ekki áhugi fyrir því. Menn hafa viljað fara þessa leið og fólk hefur hjálpað þessum samtökum mjög bæði til þess að safna peningum og vörum og við ætlum ekki að agnúast við því.  Við þurfum bara að vinna að því að finna betri lausnir og það er verkefni sem allir þessir aðilar þurfa að koma að með okkur.“(.ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður ráðherrann að kenna um. Hann þarf ekki að spyrja þetta lið hvort gefin verði út kort eða ekki. Kannski vefst það fyrir honum að Kanar gera slíkt en ekki Rússar.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband