Lán frá AGS og Norðurlöndum til reiðu

Íslenskum stjórnvöldum stendur nú til boða öll sú lánafyrirgreiðsla sem Norðurlöndin höfðu boðað í tengslum við efnahagsáætlun Alþjóðargjaldeyrissjóðsins. AGS samþykkti fjórðu endurskoðun áætlunarinnar í gær.

Ádráttartími lána frá Norðurlöndunum verður framlengdur til ársloka 2011 vegna þeirra tafa sem orðið hafa á upphaflegri efnahagsáætlun AGS. Helmingur heildarfjárhæðinnar hefur þegar verið nýttur, tæplega 1,8 milljarðar evra en með þessari samþykkt hefur Ísland aðgang að seinasta fjórðungi lánanna, rúmlega 440 milljónum evra. Þriðji hluti þessara lána var aðgengilegur strax að lokinni þriðju endurskoðun en samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands hafa peningarnir ekki verið nýttir vegna rúmrar erlendrar lausafjárstöðu bankans og ríkissjóðs. Auk þessa er umsamið lán frá Póllandi nú aðgengilegt að fullu, en þriðjungur af heildarfjárhæðinni hefur þegar verið nýttur.


Eftir samþykktina í gær er fimmti áfangi lánafyrirgreiðslu AGS nú til reiðu, tæpir 19 milljarðar króna. Eftir þessa endurskoðun hefur sjóðurinn greitt út rúmlega 176 milljarða króna. Íslensk stjórnvöld hafa sent frá sér nýja viljayfirlýsingu. Þar segir að efnahagsleg endurreisn sé í góðum farvegi, sem megi sjá á stöðuleika krónunnar, lækkandi skuldastöðu og lítilli verðbólgu. Búist sé við jákvæðum hagvexti 2011.(ruv.is)

Samþykkt AGS á 5.áfanga lána sjóðsins er mikil viðurkenning fyrir Ísland. Hún staðfestir að AGS er ánægður með  efnahagslega endurreisn hér og aðgerðir ríkisstjórnar í því efni.Þá er það ennfremur viðurkenning fyrir Ísland,að Norðurlönd skuli nú afgreiða sín lán.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband