Kvótakerfið:Grasrótin í Samfylkingu og VG vill,að staðið verði við kosningaloforðin

Fundir Samfylkingar og VG í Reykjavík sl. laugardag um kvótakerfið voru mjög ákveðnir í afstöðu sinni.Þeir vildu engan undanslátt.Þeir vildu,að staðið yrði við kosningaloforð stjórnarflokkanna um að fyrna aflaheimildir á allt að 20 árum og að úthluta þeim á réttlátan hátt á ný.Samningaleiðin hafði engan stuðning á fundinum enda gengur hún í berhögg við fyrningarleiðina.Það er móðgun við kjósendur að nefna það að úthluta kvótagreifunum veiðiheimildum til langs tíma.Það væri verra fyrirkomulag en það sem gildir í dag.

Ólína Þorvarðardóttir sagði á fundinum,að til greina kæmi að úthluta núverandi handhöfum kvóta ríflegum aflaheimildum en það væri skilyrði fyrir slíku,að allar aflaheimildir væru innkallaðar á einu bretti.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband