Miðvikudagur, 19. janúar 2011
13200 manns án vinnu
Á fjórða ársfjórðungi 2010 voru að meðaltali 13.200 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,4% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 8,4% hjá körlum og 6,3% hjá konum. Frá fjórða ársfjórðungi 2009 til fjórða ársfjórðungs 2010 fjölgaði atvinnulausum um 1.200 manns.
Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 15,4%. Hjá hópnum 2454 ára var atvinnuleysi 6,6% og 3,8% hjá 5574 ára. Á fjórða ársfjórðungi 2010 var atvinnuleysi 8,2% á höfuðborgarsvæðinu en 5,9% utan þess.
Af þeim sem voru atvinnulausir á fjórða ársfjórðungi 2010 höfðu 800 fengið vinnu sem átti að hefjast síðar, eða 5,8%. Til samanburðar höfðu 300 manns fengið vinnu, eða 2,2%, á fjórða ársfjórðungi 2009. Á fjórða ársfjórðungi 2010 höfðu um 3.200 manns verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur, eða 24,2% atvinnulausra, en voru á sama tímabili 2009 um 1.700 manns, eða 14%.
Atvinnulausir teljast þeir sem voru án atvinnu í viðmiðunarviku könnunarinnar, þ.e. höfðu hvorki atvinnu né voru í vinnu (í eina klukkustund eða lengur) sem launþegi eða sjálfstætt starfandi, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið starf sem hefst innan 3 mánaða. Einstaklingar sem eru ekki í vinnu en eru í námi flokkast atvinnulausir ef þeir uppfylla skilyrðin hér að ofan. (Hagstofan)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.