Borgin veitir öldruðum og öryrkjum afslátt af fráveitugjöldum

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt afslátt á fráveitugjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2011. Kostnaður vegna þessarar breytingar er talinn nema um 78 milljónum króna.

Heimild er fyrir því í lögum að lækka eða fella niður gjöld hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum. Í ljósi þess hve mikilvægur þessi stuðningur er við þennan þjóðfélagshóp hefur borgarráð samþykkt að afsláttur nái til fráveitugjalda auk afsláttar sem þegar hefur verið samþykktur vegna fasteignaskatta.

Samkvæmt bráðabirgðatölum fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar áttu 4.167 einstaklingar rétt á þessum afslætti vegna fasteignaskatta og sami hópur öðlast nú rétt á afslætti vegna fráveitugjalda.

Eins og áður segir er áætlaður kostnaður við þessa lækkun um 78 milljónir króna á þessu ári. Við þetta eykst heildarkostnaður vegna lækkunar fasteignagjalda á árinu 2011 úr 165 milljónum króna í 243 milljónir.

Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur nú þegar hafið undirbúning á framkvæmd þessarar samþykktar borgarráðs. (visir.is)

Hér hefur borgin stigið gott skref. Það hefði verið slæmt ef fráveitugjöld hefðu verið hækkuð á öldruðum og öryrkjum með ´því að fella niður afslátt af gjöldum þeirra.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérna Björgvin.  Þú gleymir að láta þess getið að þetta er samkvæmt tillögu Sjálfstæðismanna.

Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband