Föstudagur, 18. febrúar 2011
Hjúkrunarrýmum fækkað í ár
Hjúkrunarrýmum á öldrunarheimilum var fækkað um 44 á yfirstandandi fjárlagaári. Þetta kom fram í svari Guðbjartar Hannessonar velferðarráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar þingmanns Framsóknarflokks á Alþingi í dag. Mest var fækkunin hjá Hrafnistu í Reykjavík, en þar fækkaði hjúkrunarrýmunum um sautján. Í Norðurþingi var hins vegar hjúkrunarrýmum fjölgað um tólf, og hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem mest var aukningin, fjölgaði hjúkrunarrýmum um tuttugu. Á þessum tveimur stöðum var skortur á hjúkrunarrýmum hvað mestur á landsvísu.(ruv.is)
Þetta gengur í berhögg við margyfirlýst markmið Samfylkingarinnar um að fjölga hjúkrunarrýmum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.