Forsetinn ætlar að taka sér góðan tíma

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir ákvörðun um Icesavemálið flókna og ekki einfalt að taka ákvörðun um málið. Mikið væri í húfi og hann muni taka beiðni þeirra sem skorað hafa á hann að vísa málinu til þjóðarinnar, til skoðunar. Forsetinn sagði ekki óeðlilegt, í ljósi þess að Alþingi fjallaði um málið vikum og mánuðum saman, að forsetinn tæki sér góðan tíma í að fara yfir það, nema fólk auðvitað teldi forsetann hugsa miklu hraðar en Alþingi. Ólafur Ragnar tók klukkan 11 við undirskriftum tæplega 40 þúsund manns sem skora á hann að synja Icesave staðfestingar og vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær undirskriftir sem komnar voru klukkan 10 í gærmorgun voru teknar til úrvinnslu og sannreyndar af hlutlausum aðilum. 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband