Þurfum að losna út úr Icesave

Allir bíða nú með öndina í hálsinum eftir því hvað forsetinn gerir í Icesave málinu.Hann stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun.Alþingi hefur samþykkt nýtt Icesave samkomulag með auknum meirihluta eða 70% atkvæða. En á sama tíma hefur forsetinn fengið 38 þús. undirskriftir manna sem vilja að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.Málið er ekki svo einfalt,að forsetinn neiti alltaf að skrifa undir ný lög þegar hann fær nokkra tugi þúsunda undirskrifta,sem mótmæla. Ef svo væri þá væri ákvörðun komin úr höndum forsetans.Forsetinn metur að sjálfsögðu hvert mál sjálfstætt.Málið nú er mjög flókið og mikið í húfi eins og forseti segir. Icesave málið hefur hangið yfir þjóðinni í 2 1/2  ár og vissulega er orðið tímabært að ljúka málinu.Ég vona svo sannarlega að forseti skrifi undir lögin og við losnum út úr þessu Icesave máli.Ég tel nýja samkomulagið  vel  ásættanlegt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband