Eigum við að borga Icesave?

9.apríl verður þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave,þ.e. hvort Íslendingar vilja samþykkja lögin,sem alþingi  samþykkti með 70% atkvæða  þess efnis að  Ísland samþykki samkomulagið sem samninganefnd Íslands gerði við Bretland og Holland um Icesave.Forseti Íslands neitaði að staðfesta lögin og þess vegna fara þau í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Allir eru sammála um,að nýja samkomulagið við Breta og Hollendinga sé mikið hagstæðara en samkomulagið ,sem fellt var í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir 1 ári.Talið er,að nýja samkomulagið muni kosta ríkið 27 milljarða kr. þ.e. þrotabú Landsbankans muni standa undir öllum greiðslum Icesave nema 27 milljörðum. Hugsanlegt er,að heimtur úr þrotabúi Landsbankans muni verða enn betri og reikningurinn,sem fellur á ríkið því enn minnka, jafnvel,að hann fari niður í 0.Andstæðingar samkomulagsins segja,að reikningurinn,sem fellur á ríkissjóð geti hækkað,ef gengi krónunnar fellur.En sérfræðingar telja mjög litlar líkur á því að gengið falli. Krónan er frekar lágt skráð og því líklegra að hún styrkist en ofugt.Gylfi Magnússson dósent í hagfræði bendir einnig á,að ef krónan veikist muni tekjur Íslands í gjaldeyri aukast ,þar eð útflutningurinn hagnist þá á lækkandi gengi.

Víst má bollaleggja um það hvort Íslandi beri yfirhöfuð að borga Icesave ,þar eð einkabanki hafi stofnað reikninginn.En segja má,að Ísland hafi fyrir löngu samþykkt að fara samningaleiðina  og samningaleið þýddi að Ísland ætlaði að borga eitthvað.Ef ekki hefði Ísland strax ákveðið að leggja málið fyrir dómstóla. Strax haustið 2008 ákvað Ísland að fara samningaleið. Það hefur verið staðfest nokkrum sinnum á alþingi og m.a. með því að efna til samningaviðræðna við Bretland og Holland ítrekað.Síðustu samningaviðræður voru frábrugðnar þeim fyrri að því leyti að stjórnarandstaðan átti aðild að þeim. Hún fékk fulltrúa í samninganefnd,Lárus Blöndal lögmann.Stjórnarandstaðan var með í ráðum allan tímann og átti því hlutdeild í því samkomulagi sem náðist. Sjálfstæðisflokkurinn gerði sér þetta ljóst og axlaði ábyrgð á málinu með því að samþykkja samkomulagið á alþingi. Framsókn,sem einnig átti aðild að samningaviðræðum og samkomulaginu, hljóp hins vegar út undan sér og neitaði að axla ábyrgð á eigin gerðum.Sif Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson vildu þó standa við gerðan hlut og  greiddu ekki atkvæði gegn samkomulaginu. Sif segist styðja samkomulagið.-Ég tel víst,að ef málið færi fyrir dómstóla yrði vísað í það að Ísland hefði margoft lýst því yfir,að það ætlaði að fara samningaleið og tryggja greiðslu á lágmarksupphæð.Það er því að mínu mati of seint að fara dómstólaleið.

Þetta er erfitt mál en úr því sem komið er tel ég skynsamlegast að samþykkja samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Við þurfum að ljúka málinu og snúa okkur að öðrum málum.Ég er viss um að lausn Icesave nú mun auðvelda endurreisn efnahagslífsins.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú skallt lesa samningana og úttekt GAMMA á þeim Björgvin. Ef þú ert enn jafn sannfærður eftir þann lestur og þú virðist nú, býr eitthvað annað að baki hjá þér en hagur þjóðarinnar!

Gunnar Heiðarsson, 8.3.2011 kl. 11:00

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Gunnar!

Ég er búinn að lesa umsögn Gamma. Skoðun mín er óbreytt.Tel of mikla áhættu að fara dómstólaleiðina.

Með kveðju

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 8.3.2011 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband