Sunnudagur, 20. mars 2011
Jóhanna vill fulltrúa ríkisins burt úr bankaráðunum
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir,að íhuga verði hvort ekki sé rétt,að fulltrúar stjórnvalda í bankaráðum Arionbanka og Íslandsbanka verði látnir víkja vegna launahækkana,sem bankastjórar bankanna fengu. Þá er hún mjög óánægð með það,að fulltrúar bankasýslu ríkisins skyldu ýmist greiða atkvæði með slíkum hækkunum eða sitja hjá.Ég er sammmála Jóhönnu.
Björgvin Guðmundsson
Fulltrúar ríkisins víki úr bankaráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin. Á þessu máli eru tvær hliðar.
Önnur er að stjórnvöld eiga hagsmuna að gæta í bankaráðum einkabankanna og hafi þar með fulltrúa í stjórnum/ráðum þeirra.
Hin er hvernig þessir fulltrúar greiða atkvæði sín á stjórnarfundum, sem líklegt er að séu fremur táknræn en afgerandi.
Um hvorn þáttinn ertu sammála Jóhönnu?
Kolbrún Hilmars, 20.3.2011 kl. 16:16
Sæl Kolbrún!
Ég er sammála Jóhönnu um það,að fulltrúar ríkisins í bankaráðum eiga ekki að stuðla að ofurlaunum bankastjóra.
Með kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 20.3.2011 kl. 20:39
Þakka þér fyrir svarið, Björgvin.
Sennilega erum við öll sammála um að ofurlaun eigi ekki að tíðkast í okkar samfélagi. En það er ekki gott að eiga við einkabankana, hvorki hvað snertir skilanefndir né bankastjóra. Okkur er sagt að erlendir kröfuhafar ráði þar ríkjum og ef það er rétt, hefur ríkisvaldið ekkert ákvörðunarvald um launagreiðslur þeirra.
Huggun er þó að viðkomandi hálaunaþegar greiða vænan skerf í tekjuskatta til þjóðarbúsins. :)
Kolbrún Hilmars, 21.3.2011 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.