3ja ára samningar í uppnámi

Kjarasamningar til þriggja ára eru í uppnámi. Hvorki Alþýðusambandið né atvinnurekendur telja ríkið hafa staðið við sitt. Ákvörðun um hvort samningarnir gildi til 2012 eða 2014 þarf að liggja fyrir annað kvöld.

Enn er ekki ljóst hvort kjarasamningarnir sem Samtök atvinnulífisns og ASÍ undirrituðu í byrjun maí gildi til ársins 2014, það er að segja hvort hann sé þriggja ára samningur eða skammtímasamningur sem gildi einungis fram yfir næstu áramót.


Verði þetta að langtímasamningi mun hann gilda frá og með næsta miðvikudegi. Hvor aðili um sig metur nú hvort forsendur séu til þess. Niðurstaðan þarf að liggja fyrir innan eins og hálfs sólarhrings. Ein af forsendunum er innspýting ríkisins í hagkerfið. Stórátak í vegaframkvæmdum er þar efst á lista. Fundur beggja samtaka með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í gær jók mönnum hins vegar ekki bjartsýni.


Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ,er þó ekki á því að kjarasamningarnir til þriggja ára séu í uppnámi eingöngu vegna þess að ekki verði af þessum vegaframkvæmdum. Vilmundur Jósefsson, formaður samtaka atvinnulífsins er hins vegar svartsýnni á stöðuna. Hann segir útilokað að fullyrða á þessari stundu hvort samningarnir haldi, en sér lítist ekki á blikuna. Líkurnar á langtímasamningi séu minni en meiri. Hann tekur fram að það sé þó sitt persónulega mat.


Framkvæmdastjórn og stjórn Samtaka Atvinnulífsins hittast eftir hádegið, og sömuleiðis samninganefnd ASÍ. Væntanlega verður farið vel yfir stöðuna í dag og á morgun, enda þarf ákvörðunin að vera á borðinu fyrir miðnætti annað kvöld.( ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband