Ómakleg árás forsetans á ríkisstjórn Íslands

Forseti Íslands,Ólafur Ragnar Grímsson,hefur ráðist hatrammlega á ríkisstjórn Íslands og sakað hana um að hafa látið Breta og Hollendinga kúga sig í Icesave málinu.Segir forsetinn,að nú sé komið í ljós,að hann hafi haft á réttu að standa,þar eð eignir þrotabús Landsbankans dugi langleiðina til þess að greiða Icesave skuldina.Forsetinn skautar framhjá nokkrum staðreyndum í málinu. Í fyrsta lagi samþykkti ríkisstjórn Geirs H. Haarde haustið 2008 að fara samningaleiðina í Icesave málinu.Og alþingi staðfesti þá samþykkt. Hvers vegna samþykkti stjórn Geirs þetta. Jú það var vegna þess að landið var að lokast.Það var orðið erfitt að fá afgreiddar nauðsynjavörur til landsins,svo og eldsneyti.Og allar erlendar fjármálastofnanir höfðu lokað á okkur.Þegar Ísland sótti um aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varð Ísland að skrifa undir að Icesave skuldin yrði greidd. Undir það skrifuðui Geir H. Haarde og Davíð Odsson. Allar þjóðir ESB töldu að ríkisstjórn Íslands yrði að sjá til þess að Icesave skuldin yrði greidd.Samkomulag náðist um það við þessar þjóðir að tekið yrði tillit til erfiðrar stöðu Íslands.Í þessu andrúmslofti samþykkti Ísland að fara samningaleiðina. Forseti Íslands hafði engar áhyggjur af því,þar sem hann sat í rólegheitum suður á Bessastöðum hvort landið væri að lokast og erfitt að fá nauðsynjar til landsins, En ríkisstjórnin hafði áhyggjur af því.

Víst er það rétt,að Landsbankinn var einkabanki. Og eðlilegt að einkabanki greiddi  sjálfur sínar skuldir.En ESA telur,að ríkisstjórn Íslands beri ábyrgð á greiðslu Icesave skuldarinnar. Og óvíst er hvernig málið fer fyrir dómstólum.Afstaða ESA og afstaða ríkisstjórnar Geirs H.Haarde getur haft áhrif á dómsniðurstöðu. Málinu er ekki lokið. Og forseti Íslands hefði átt að bíða með árásir sínar á ríkisstjórn Íslands þar til endanleg niðurstaða lægi fyrir.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband