Frv.til fjárlaga: Hallinn lækkar í tæpa 18 milljarða

Fjárlagafrumvarpið var lagt fram á alþingi í gær. Gjöldin eru áætluð 539 milljarðar og tekjurnar 521 milljarður.Hallinn er því 18 milljarðar (tæplega) miðað við 40 milljarða halla í ár.Á hrunsárinu 2008 var halllinn yfir 200 milljarðar.Það hefur því náðst gífurlegur árangur í ríkisfjármálunum frá hruni.

Ekki var fallist á þá tillögu AGS að hækka virðisaukaskatt á matvælum. Í staðinni ákvað ríkisstjórnin að leggja hærri skatta á fjármálafyrirtæki.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður yfirleitt skorið niður um 3% en þó er niðurskurður í velferðarmálum 1 1/2 %.Ekki verður elli eða örorkulífeyrir skorinn niður. Hins vegar lækka framlög til atvinnuleysisbóta,þar eð atvinnuleysi minnkar.Framlög til ellilífeyris nema 9,9 milljörðum næsta ár og framlög til tekjutryggingar ellilífeyrisþega 18,8 milljörðum., Framlög til örorkulífeyris nema 5,7 milljörðum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband