Stjórnarmyndun verður í höndum þingsins

Stjórnlagaráðsfulltrúi segir túlkun forseta á tillögum stjórnlagaráðs vera allt aðra en ráðið lagði upp með. Hann segir það eðlilega kröfu ráðsins að valdamenn reyni ekki að afbaka tillögurnar eftir pólitískum hagsmunum.

Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur og stjórnlagaráðsfulltrúi segir það eftirtektarvert hversu mikið forseti lagði upp úr tillögum stjórnlagaráðs í ræðu sinni við setningu Alþingis í gær. Hann segir hins vegar túlkun forsetans ekki vera þá sömu og ráðið hafði ætlað sér. „Það var ætlun okkar í stjórnlagaráði að vægi forsetaembættisins yrði með nokkuð svipuðu sniði í okkar tillögum miðað við það sem nú er, það þurfti auðvitað að skýra ákveðna þætti vegna óljósrar stöðu hans í núverandi stjórnaskrá og við vildum hreinsa þetta upp en ekkert endilega auka vægi embættisins," segir Eiríkur Bergmann.

Til dæmis varðandi stjórnarmyndunarviðræður þá héld forseti því fram í ræðu sinni í gær að hann muni samkvæmt tilögum ráðsins sjálfur hafa frumkvæði að viðræðum við einstaka þingmenn og þingflokka í stað þess að taka valkostum stjórnmálaflokka. Þetta segir Eiríkur ranga túlkun, forseti eigi einungis að gegna hlutverki þingforseta á fyrsta þingfundi þegar forsætisráðherra er kosinn á alþingi.

„Þannig að stjórnarmyndunin er í höndum þingsins en ekki höndum forseta í okkar tillögum þó svo að hann stýri þeim fundi þá er það ekki eitthvað sem felur í sér mat á því hver eigi að verða forsætisráðherra, það er alls ekki þannig og það halda því fram að hann hafi ýjað að því í þessari yfirferð sinni í gær," segir Eiríkur.

„Maður tekur eftir því að það eru allskonar öfl í stjórnmálunum sem að vilja túlka það með mismunandi hætti og þegar ríkur vilji er til þess að túlka og jafnvel mistúlka plagg sem þetta þá geta menn auðvitað gengið ansi langt í þeim efnum," bætir Eiríkur jafnframt við.(visir.is)

Ég hjó eftir því,þegar ég hlustaði á forsetann,að  túlkun hans á stjórnarskránni ( tillögum stjórnlagaráðs) var ekki í samræmi við tillögur ráðsins. Túlkun Eiríks kemur mér því ekki á óvart.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband