Sunnudagur, 21. október 2012
Þjóðin samþykkti breytingar á stjórnarskránni
Það er frábært að heyra að tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni voru samþykktar með miklum meirihluta atkvæða þrátt fyrir harða andstöðu Sjálfstæðisflokksins.Tveir þriðju samþykktu veigamestu tillögurnar.Kjörsókn var meiri en í stjórnlagaþingskosningunum eða í kringum 40%. Ekki þýðir að miða við þingkosningar.Það er ekki sambærilegt. Mér skilst,að tillögur um breytingar á stjórnarskránni verði lagðar fyrir alþingi eftir 2 vikur.Það ætti því að komast góður skriður á breytingar á stjórnarskránni með gott veganesti frá þjóðinni.Ég óska þjóðinni til hamingju.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig í andskotanum færð þú það út að 30% af þjóðinni sé ÞJÓÐIN?Ég er einn af 70% sem vildi EKKI breyta stjórnarskránni en tel mig samt til ÞJÓÐARINNAR.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 21.10.2012 kl. 10:22
Sæll Marteinn!
Vertu ekki svona orðljótur þó úrslitin hafi orðið á annan veg en þú kaust.Þátttakan í kosningunum var góð miðað við það, sem tíðkast í kosningum erlendis.T.d. var þátttakan meiri en í kosningunum til stjórnlagaþings.Það er ekki venjan í kosningum að reikna út hvað þáttaka í kosningum sé mörg prósent af þjóðinni.Venjan er að miða við hlutfall af kjósendum,sem greiða atkvæði.Tveir þriðju er hátt hlutfall miðað við það,sem gerist í íslenskum kosningum.Úrslitin eru skýr skilaboð frá þjóðinni um að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá.
Með bestu kveðju
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson, 21.10.2012 kl. 12:35
Viðbót: Venjan er að miða við hlutfall af kjósendum á kjörskrá eða hlutfall af greiddum atkvæðum.
kv. BG
Björgvin Guðmundsson, 21.10.2012 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.