Mikill stuðningur við tillögu stjórnlagaráðs um náttúruauðlindir

Svo skýr niðurstaða var í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrána á laugardag,að það er hávær krafa, að sem minnstar breytingar verði gerðar á tillögum stjórnlagaráðs.Þetta er skoðun Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra og þetta er skoðun Þorvaldar Gylfasonar prófessors,sem átti sæti í stjórnlagaráði.Það var aðeins ein tillaga stjórnlagaráðs,sem ekki náði fram að ganga og það var tillagan um að taka ákvæðið um þjóðkirkjuna út úr stjórnarskrá.Það var fellt og verður því að vera áfram í stjórnarskránni.En gífurlegur stuðningur kom fram við tillögu stjórnlagaráðs um náttúruauðlindir en tillaga stjórnlagaráðs var sú, að náttúruauðlindir,sem ekki eru í einkaeign verði lýstar þjóðareign.Auk þess lagði stjórnlagaráð til,að greitt yrði markaðsverð fyrir nýtingu sjávarauðlindarinnar.Svo mikill stuðningur var við tillögur stjórnlagaráðs,að ég sé ekki betur en hér sé komin lausn í sjávarútvegsmálunum.Í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar á að setja veiðiheimildirnar á uppboðsmarkað og fá markaðsverð fyrir þær.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Björgvinsson

Takk fyrir bloggið um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Mér sýnist að mörg góð mál hafi náð fram að ganga. Ég er ánægður með niðurstöðuna. En það hefði orðið mikið slys ef tillaga stjórnlagaráðs um að taka ákvæðið um þjóðkirkjunnar út úr stjórnarskránni, hefði náð fram að ganga. Það var fellt og verður því að vera áfram í stjórnarskránni, sem er blessun fyrir hina íslensku þjóð. Kær kveðja frá Finnlandi, Björgvin

Björgvin Björgvinsson, 23.10.2012 kl. 07:02

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Björgvin!

Ég er sammála þér.Ég samþykkti,að ákvæðið um þjóðkirkjuna skyldi vera áfram í stjórnarskránni.Ég er ánægður með, að það skyldi samþykkt. Allar aðrar tillögur stjórnlagaráðs eru til mikilla bóta og hlutu gott  brautargengi.Nú þarf að einhenda sér í að semja nýja stjórnarskrá,sem byggist á grunninum,sem samþykktur var í þjóðaratkvæðagreiðslunni og þeim atriðum sem samþykkt voru.

Kær kveðja

BG

Björgvin Guðmundsson, 23.10.2012 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband