Föstudagur, 26. október 2012
Landssamband eldri borgara krefst leiðréttingar á kjörum aldraðra :Þeir,sem misstu grunnlífeyrinn fái hann aftur strax
Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara hefur samþykkt að herða baráttuna fyrir leiðréttingum á lífeyri eldri borgara til samræmis við þær hækkanir,sem láglaunafólk hefur fengið á kaupi sínu á krepputímanum.Kjaramálanefndin segir það óásættanlegt, að kjör aldraðra séu rýrð á sama tíma og (lág) launafólk fær kauphækkanir.Kjaramálanefndin krefst þess ennfremur,að þeir eldri borgarar,sem misstu grunnlífeyri sinn árið 2009 fái hann strax á ný miðað við,að sömu skilyrði og áður séu uppfyllt.Greiðslur úr lífeyrissjóði eiga ekki að skerða grunnlífeyri.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Facebook
Athugasemdir
Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara! Hvar hefur þessi nefn haldið sig? upp í rúmi ríkisstjórnarinnar? Það er ótrúlega lítill baráttuhugur i þessu fólki, það jarmar og vælir öðru hvoru enginn heyrir neitt. Er þetta fólk bara ekki orðið of gamallt í kjarabaráttu? Þurfum við ekki að ráða ungt hresst fólk óháð pólitík í þessa baráttu? Þeir sem sitja í Ríkisstjór er skít sama um þennan venjulega eldriborgra og þeirra kjarabaráttu því sjálfir búa þeir við sérkjör og er sælir í sínu.
Guðrún Norberg (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.