Afturkalla þarf kjaraskerðingu eldri borgara strax- endurskoðun almannatrygginga má bíða

Unnið er nú að nýju frumvarpi um almannatryggingar í velferðarráðuneytinu.Frumvarpið byggist á vinnu starfshóps um endurskoðun trygginganna en í starfshópnum hefur verið lögð fram tillaga um breytingu á ellilífeyri en  ekki hefur verið lokið við tillögu um örorkulífeyri.Samkvæmt tillögunni um ellilífeyri á að sameina grunnlífeyri,tekjutryggingu og heimilisuppbót.Draga á úr skerðingu á framfærsluuppbót vegna annarra tekna svo sem úr lífeyrissjóði og vegna atvinnu.Á næsta ári á að minnka skerðingu framfærsluuppbótar í 80% úr 100%. Nokkuð á að draga úr öðrum tekjutengingum.Á næsta ári vigta þessar tillögur lítið,ef þær ná fram að ganga.Einhleypur ellilífeyrisþegi,sem er með 70 þús. kr. úr lífeyrissjóði mundi fá 4 þús. kr. meira á mánuði.Sá sem er með 60 þús. kr. úr lífeyrissjóði fengi 2 þús. kr. meira á mánuði og sá  sem er með 50 þús. kr. úr lífeyrissjóði fengi ekkert meira á mánuði en nú. Ljóst er að þessar tillögur færa ekki ellilífeyrisþegum neinar beinar kjarabætur. Þær sameina og fækka bótaflokkum og gera kerfið einfaldara en kjörin batna ekki. Það færir eldri borgurum miklu meiri kjarabætur að afturkalla kjaraskerðinguna frá 1.júlí 2009 eins og lofað var. Þá fengju eldri borgarar,sem misstu grunnlífeyri sinn, þann lífeyri aftur en hann er 32 þús. kr. á mánuði.Og þá mundi frítekjumark vegna atvinnurtekna hækka úr 40 þús. kr. á mánuði í 110 þús. kr. á mánuði a.m.k. og jafnvel hækka meira vegna verðlagsbreytinga. Það er krafa eldri borgara, að kjaraskerðingin frá miðju ári 2009 verði afturkölluð strax um áramót.Ef það  er erfitt fjárhagslega má endurskoðun almannatrygginganna bíða.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Góðan dag Björgvin.

Fyrir nokkrum dögum hitti ég konu sem er að nálgast sjötugt og var hún að kanna réttindi sín hjá lífeyrissjóðnum. Hún er verkfræðingur og hefur starfað á almennum markaði. Meðan börnin voru að vaxa úr grasi var hún heimavinnandi í nokkur ár. Hún hefur lengst af greitt 10-12% af launum sínum sem iðgjald í lífeyrissjóð.

Hún komst að raun um að með núverandi kerfi fengi hún þegar hún kemst á eftirlaun jafn mikið samtals frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun og móðir hennar fær frá Tryggingastofnun, en hún hefur aldrei greitt í lífeyrirsjóð.

Þrátt fyrir að hafa greitt þetta stóran hluta launa sinna í lífeyrirssjóð er hún engu betur sett en kona sem aldrei hefur greitt neitt. Þetta er auðvitað mikið óréttlæti.

Forsætisráðherra ætti að beita sér fyrir því að skerðingin frá miðju ári 2009 verði þegar í stað afturkölluð. Það yrði henni til mikils sóma.

Með góðri kveðju.

Ágúst H Bjarnason, 28.10.2012 kl. 08:05

2 identicon

Björgvin láttu þig ekki dreyma um að þessi ríkisstjórn standi við eitt eða neitt, árásin sem var gerð á eldriborgara að næturlagi 1.júlí 2009 verður þessari ríkisstjórn til langtíma skammar og fær hún að gjalda þess í komandi kosningum. Þessi ólög áttu að vera til bráðabirgðar :) sagði þessi vesæla ríkisstjórn. Baráttan hefur verið döpur enda forsvarsmenn eldriborgar og öryrkja í ástarsambandi við þessa ríkisstjór þeir fara fyrst að láta heyra í sér, þegar þessi ríkisstjórn verður feld.     

Guðrún Norberg (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband