Eldri borgarar,sem misstu grunnlífeyri sinn,fái hann á ný

"Það breytir engu þó endurskoðun almannatrygginga frestist í 1-2 ár. Þar er um að ræða sameiningu bótaflokka, sem bætir ekki kjör lífeyrisþega. Einnig er um að ræða nokkra breytingu á tekjutengingum svo sem minni skerðingu framfærsluuppbótar vegna annarra tekna.Á næsta ári vigta breyttar tekjutengingar mjög lítið eða aðeins nokkur þúsund krónur, þar sem mest er.Mun meira munar um afturköllun kjaraskerðingar frá 1.júlí 2009. Stór hópur lífeyrisþega á þá að fá grunnlífeyri á ný en hann nemur að fullu 32 þúsund krónum á mánuði.Og frítekjumark vegna atvinnutekna á að hækka úr 40 þúsund krónum á mánuði í 110 þúsund krónur á mánuði hið minnsta."

Þannig skrifaði ég í síðustu grein minni um málefni aldraðra,sem birtist nýlega í Morgunblaðinu.Landssamband eldri borgara samþykkti á síðasta landsfundi sínum,að allir ættu að hafa grunnlífeyri og formaður LEB,Jóna Valgerður,bókaði í starfshóp um endurskoðun almannatrygginga að  halda ætti grunnlífeyri.Á meðan stjórnvöld telja fjárhag ríkisins ekki leyfa miklar kjarabætur til handa öldruðum tel ég,að það eigi að hafa forgang að leiðrétta þá kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja,sem varð á krepputímanum ,afturkalla kjaraskerðinguna frá 2009 og hækka lífeyri um 20%. Endurskoðun almannatrygginga má bíða í 1-2 ár.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband