Miðvikudagur, 12. desember 2012
59 ára brúðkaupsafmæli
Við hjónin eigum 59 ára brúðkaupsafmæli í dag. Í tilefni af því förum við út að borða í kvöld.Við höfum yfirleitt alltaf farið út að borða á brúðkaupsafmæli okkar,hvort sem við höfum verið á Íslandi eða erlendis.Á næsta ári verður stórafmæli en þá eigum við demantsbrúðkaup.Þegar við áttum gullbrúðkaup 2003, fengum við senda aðgöngumiða að söngleiknum Chicago í Borgarleikhúsinu frá Björgvin syni okkar,sem býr í Finnlandi.Þetta var mjög skemmtilegur söngleikur og höfðum við Dagrún mjög gaman af leiknum.Þegar við áttum 25 ára brúðkaupsafmæli,silfurbrúðkaup,fórum við í stutta ferð til London.Það var mjög skemmtileg ferð.Hjónaband okkar Dagrúnar hefur verið mjög gott.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ágæti bloggvinur, ég óska ykkur, Dagrúnu alls hins besta í tilefni afmælisins, og megi gæfan fylgja ykkur áfram sem hingað til.
Kveðja, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 13.12.2012 kl. 05:06
Þakka góðar kveðjur.
Kv.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson, 13.12.2012 kl. 06:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.