Þriðjudagur, 12. febrúar 2013
Meirihluti á alþingi fyrir afturköllun á kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja?
Allar líkur benda nú til þess,að meirihluti sé á alþingi fyrir afturköllun á kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 1.júlí 2009.Hreyfingin hefur flutt frv. um afturköllun.Framsókn samþykkti ályktun um sama efni á flokksþingi um helgina og Sjálfstæðisflokkurinn er að semja frv. um sama efni,sem leggja á fram á næstu dögum.Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar hefur tekið vel í málið.
Afturköllunin felur það m.a. í sér,að stór hópur eldri borgara og öryrkja fær grunnlífeyri á ný en margir misstu hann 2009.Fullur grunnlífeyrir er í dag 34 þús. kr. á mánuði.Eldri borgara og öryrkja munar um þá upphæð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hagur eldri borgara hefur aldrei verið góður.
Það er því miður svo að niðurskurður og kúgun bitnar helst þar sem minnsta viðnámið er. Vonandi verður unnt að „kíla“ á þetta mál fyrir kosningar svo hagur okkar eldri vænkist.
Guðjón Sigþór Jensson, 14.2.2013 kl. 21:51
Ríkisstjórnin verður að hætta EIGNARUPPTÖKU, SKERÐINGUM og ARÐRÁNI á lífeyrisinneign öryrkja .
60% öryrkjar hafa enga hagsmunagæsluaðila eða stéttarfélagsaðild eru ekki til í félagslegu- og kjaralegu tilliti eru STÉTTLAUSIR.
Kennarasamband Íslands hefur gert öryrkja burtreka úr sínum röðum. Félagsmenn til jafnvel hart nær 40. ára.
Að sjálfsögðu er eðlilegt að vera með Félag fólks á eftirlaunum Fhttp://www.ki.is/pages/1761
Hins vegar er ekki eðlilegt að Kennarasamband Íslands skuli ekki sjá sóma sinn í að halda utan um félagsaðildarlausa öryrkja sína, heldur senda þá á vergang með afskiptaleysi. - Gamla félagsmenn sem hafa haldið uppi greiðslu til sinna formanna og Kennarasambandssins í ýmsum aðildarfélögum til tugi ára. Þeirra sem oftlega hafa tekið að sér trúnaðarstörf á vegum félagsins. Sem og lagt hafa metnað sinn í að þjóna af alhug og fagmennsku til mennta, æsku landsins.
Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir,
Tónlistarkennari og
öryrki í boði stjórnvalda.
Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 13:16
Guðjón Sigþór!
Ég tek undir hvert orð með þér.-- Bestu kveðjur Björgvin
Helga Björk! Ég er sammmála þér.Ljótt er að sjá,að Kennarasambandið hafi gert öryrkja burtreka úr sínum röðum. -Bestu kveðjur Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 25.2.2013 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.