Hagvöxtur meiri hér en í Evrópu

Áróður stjórnarandstöðunnar  varðandi hagvöxt á Íslandi er dæmigerður fyrir það hvernig stjórnarandstaðan snýr öllu á haus,sem ríkisstjórnin hefur gert.Stjórnarandstaðan kennir ríkisstjórninni um lítinn hagvöxt og segir henni hafa mistekist að skapa hagvöxt.En þessu er öfugt farið eins og tölur Eurostat leiða í ljós.En þær segja eftirfarandi:

Hagvöxtur hjá ESB var - 0,2% sl. ár en er 0,1% í ár.Á  Íslandi er hagvöxtur 1,6% í ár en var 2% sl. ár.Hann var 2,9% árið 2011.Í Danmörku er hagvöxtur  1,1% í ár en var -0,6% sl. ár. Í Finnlandi er hagvöxtur 0,3% í ár en var -0,2% sl. ár. Í Svíþjóð er hagvöxtur  1,3% í í ár en var 0,8% sl. ár. Aðeins í Noregi er meiri hagvöxtur en hér eða 2,6% í ár og 3,2% sl. ár. Í Bretlandi er hagvöxtur  0,9% í ár en 0,3% í fyrra.Í Frakklandi  er  hagvöxtur 0,1% og var 0 í fyrra. Þetta eru staðreyndir málsins. Hagvöxtur er meiri hér en í Evrópu og meiri en í grannlöndum okkar nema Noregi,sem hefur olíugróðann.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hvers vegna skyldi hafa verið meiri hagvöxtur í hjá Íslendingum en ESB?

Og hvers vegna er ríkisstjórnin svo áfram um að "múra" Íslendinga inn ESB, þar sem hagvöxtur er svo lágur?

Reyndar spilar t.d. 60 milljarðar sem makríllinn hefur skapað í útflutningstekjur undanfarin 3. ár hluta af hagvextinum.  Hvernig hefði það mál þróast, ef Ísland hefði nú þegar verið aðili að ESB, eins og Samfylkingin helst vildi?

G. Tómas Gunnarsson, 21.4.2013 kl. 07:36

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Tómas! Ég hygg að kreppan hafi verið seinna á ferðinni í ESB löndum en hér.Það mun að einhverju leyti skýra samdráttinn hjá ESB.Önnur ástæða fyrir meiri hagvexti hér kann að vera hrun krónunnar,sem hjálpaði´útflutniingsatvinnuvegunum og ferðaiðnaðinum. En við verðum að hafa í huga að hrun krónunnar olli mikilli kjaraskerðingu hjá almenningi.Það er óásættanlegt að almenningur beri skaðann af hruni krónunnar.En mikill útflutningur og gífurleg aukning í ferðaiðnaði á þátt í hagvextinum hér. Makríllinn er ofmetinn.En sumir í stjórnarandstöðunni tönnlast alltaf á makrílnum,þegar hagvöxt ber á góma.

Lágur hagvöxtur hjá ESB er tímabundið ástand.Þarna eru mjög kröftugar og duglegar þjóðir,sem munu eins og áður rífa sig upp. Það er enginn að tala um að múra Ísland inni í ESB. Ísland tilheyrir Evrópu og helstu viðskiptaþjóðir okkar eru í ESB.Við kusum af þeim ástæðum að ganga í EES til þess að fá hagstæðari viðskiptakjör fyrir okkar  útflutningsafurðir.Ef við fáum nógu hagstæðan samning við ESB göngum við þar inn annars ekki.Við eigum að bera aðildarsamning undir þjóðina. En ef Ísland kýs að standa utan ESB  er hætt við að Ísland einangrist  og múri sig þannig inni.

Bestu kveðjur

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 21.4.2013 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband