Laugardagur, 27. apríl 2013
Þjóðargjaldþroti var afstýrt
Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag.Þar segir svo:
Eftir bankahrunið haustið 2008 var ástandið á Íslandi ískyggilegt.Það var raunveruleg hætta á þjóðargjaldþroti.Erfitt var að fá afgreiddar ýmsar brýnar vörur til landsins svo sem olíu;gjaldeyrisyfirfærslur voru í lamasessi og mikil hætta á, að landið einagraðist.Allar erlendar bankastofnanir lokuðu á okkur.Ríkisstjórn Samfylkingar og VG tókst að afstýra þjóðargjaldþroti. Með samstarfi við AGS tókst að jafna 216 milljarða fjárlagahalla að mestu leyti.Til þess þurfti hækkun skatta og niðurskurð í ríkisútgjöldum.En AGS setti það að skilyrði að samið yrði um Icesave.Ríkisstjórnin átti því engra kosta völ í því efni.Án samninga hefði hún ekki fengið lán hjá AGS eða Norðurlöndunum.Eftir viðreisnarstarfið opnuðust erlendar bankastofnanir okkur á ný. Í kjölfar bankahrunsins fór verðbólgan upp í tæp 20 % og atvinnuleysið í tæp 10 %. Ríkisstjórninni hefur tekist að koma verðbólgunni niður í 3% og atvinnuleysinu í 5%.Mikill halli var á vöruskiptajöfnuðinum við upphaf kreppunnar en nú og undanfarin ár hafa vöruskiptin verið hagstæð.Þjóðarframleiðslan varð mjög neikvæð í kjölfar bankahrunsins en árið 2011 varð myndarlegur hagvöxtur eða 2,9%.Og hagvöxtur hefur verið síðan.Árið 2012 var hagvöxtur 1,6% og í ár verður hann 2%. Þetta er mun meiri hagvöxtur en úti í Evrópu.Hjá ESB er hagvöxtur aðeins 0,1% og á öllum hinum Norðurlöndunum er hagvöxtur minni en hér að Noregi undanskildum.Alþjóðasamfélagið hefur hrósað Íslandi fyrir góðar ráðstafanir gegn kreppunni og er Ísland nefnt sem gott dæmi um það hvernig bregðast eigi við gegn kreppu.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að Íslandi hafi gengið vel viðureignin við kreppuna.
Það,sem hefur hjálpað Íslandi mest í kreppunni er mikil verðmætaaukning útflutnings og öflug aukning ferðaiðnaðarins.Íslenska krónan hrundi um 50% í kjölfar hrunsins.Það var mikill skellur fyrir almenning í landinu.Kaupmáttur hrapaði en gengislækkun krónunnar hjálpaði útflutningsatvinnuvegunum og ferðaiðnaðinum.Kaupmáttur er nú byrjaður að smáaukast á ný en það gengur hægt.Almenningur er óþreyjufullur og vill fá meiri kjarabætur.Ég tel,að Ísland sé nú komið yfir það versta í kreppunni og að nú getum við farið að sækja fram á ný.Kreppuárin hafa verið erfið. Ríkisstjórnin hefur staðið sig vel í endurreisnarstarfinu.Það hefur verið lagður góður grundvöllur,sem unnt er að byggja á í framtíðinni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Elsku pabbi!
Takk kærlega fyrir mjög góða og sterka grein í Morgunblaðinu í dag.
Kær kveðja frá Finnlandi, Björgvin
Björgvin Björgvinsson, 27.4.2013 kl. 08:01
Takk fyrir góð viðbrögð.
Kær kveðja
pabbi
Björgvin Guðmundsson, 27.4.2013 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.