Miðvikudagur, 8. maí 2013
Skattleysismörk verði hækkuð verulega-besta kjarabót eldri borgara
Landsfundur LEB,Landssambands eldri borgara,var haldinn í Hafnarfirði í gær og í dag. Ýmsar ályktanir um kjaramál voru samþykktar og þar á meðal þessar:
Landsfundur LEB samþykkir að hækka þurfi skattleysismörk verulega enda sé það besta kjarabótin fyrir eldri borgara.Fundurinn samþykkir að atvinnutekjur 67 ára og eldri skuli ekki skerða greiðslur frá almannatryggingum.Óskað verði lagaheimildar fyrir sveitarfélögin til þess að þau geti afnumið fasteignagjöld af húsnæði eldri borgara.LEB krefst þess að kjaraskerðingin frá 1.júlí 2009 verði strax afturkölluð.
Ég átti sæti á þinginu og sat m.a. í kjaranefnd þingsins.Ég átti þess því kost að hafa áhrif á tillögurnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eldri borgurum er mismunað eftir því hvort þeir hafa starfað sem obinberir starfsmenn eða starfað á almennum vinnumarkaði.Þeir eldri borgarar sem hafa starfað sem obinberir starfsmenn eru aldrei skertir vegna bágrar fjárhagstöðu obinberu lífeyrissjóðanna vegna þess að ríkið ábyrgist greiðslugetu sjóðanna.Eldri borgarar sem fá greiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum meg hinsvegar búa við það að vera stöðugt skertir og þurfa þar að auki að borga hærri skatta vegna obinberu sjóðanna.Það er Landsambandi eldri borgara til skammar að hafa ekki bent á þetta óréttlæti.Kanski er ekki við því að búast að neitt komi frá stjórn landssambandsins þar sem fyrrverandi obinberir starfsmenn svo gott sem eiga landsambandið og stjórna þar öllu.
Sigurgeir Jónsson, 8.5.2013 kl. 20:40
Sæll Sigurgeir!Það er rétt,að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna eru betri en þeirra,sem eru á almennum markaði. Það er vegna þess,að opinberir starfsmenn hafa lengst af haft mun lakari laun en greidd eru á almennum markaði.Á sínum tíma var ákveðið að bæta opinberum starfsmönnum upp lakari laun með betri lífeyrisréttindum.En á landsfundi LEB var samþykkt að vinna ætti að því að jafna lífeyrisréttindin,þó þannig,að áunnin réttindi væru ekki skert.Það er því ekki rétt að samtök eldri borgara hafi ekki bent á þetta.Þvert á móti var ályktað um það á nýafstöðnum landsfundi. Það er heldur ekki rétt,að samtök eldri borgara séu undir stjórn fyrrverandi opinberra starfsmanna. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,formaður LEB var ekki opinber starfsmaður og ekki heldur Þórunn Sveinbjörnsdóttir,formaður Félags eldri borgara í Rvk.Hún var hjá Eflingu og Sókn,kemur því úr verkalýðshreyfingunni.
Bestu kveðjur
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson, 9.5.2013 kl. 06:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.