Föstudagur, 28. júní 2013
Kjaramál aldraðra: Stór atriði vantar í frumvarp ráðherra.
Kjaranefnd Félags eldri borgara fagnar því, að félagsmálaráðherra hafi lagt fram frumvarp um afturköllun á skerðingu frítekjumarks vegna atvinnutekna aldraðra svo og vegna leiðréttingar á grunnlífeyri en frumvarp ráðherra gerir ráð fyrir því að hætt verði að láta greiðslur úr lífeyrissjóði skerða grunnlífeyri. 5000 ellilífeyrisþegar urðu fyrir kjaraskerðingu 2009, þegar sú skerðing tók gildi og margir misstu þá alveg sinn grunnlífeyri og féllu út úr kerfi almannatrygginga. Hins vegar harmar kjaranefndin það,að ekki skuli vera afturkölluð skerðing á frítekjumarki vegna fjármagnstekna eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum.Þá er ekki að finna í frumvarpi ráðherra ákvæði um að afturkalla skerðingu á tekjutryggingu en 2009 var skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað úr 38,35 % í 45% og við það urðu 19000 eldri borgarar fyrir kjaraskerðingu.
Félagsmálaráðherra tekur því aðeins til baka 2 skerðingar af 4 frá árinu 2009.Hún velur þær,sem kosta minnst fyrir ríkið.Leiðrétting á tekjutryggingunni hefði gagnast flestum en breyting á grunnlífeyri gagnast aðeins fáum. Því miður er það svo,að breytingar ráðherra koma einkum þeim að gagni,sem betur eru settir og hafa annað hvort góðar tekjur úr lífeyrissjóði eða atvinnutekjur en ef tekjutryggingin hefði verið leiðrétt eins og lofað var í kosningunum hefðu þeir lífeyrisþegar,sem verri hafa kjörin, fengið kjarabætur.
Auk þess vantar í frumvarp ráðherra að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar kreppuáranna. En hækka þarf lífeyri um 2o% til þess að leiðrétta vegna kjaragliðnunar.Því var lofað fyrir kosningar,einkum af Framsókn,að sú leiðrétting yrði gerð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:53 | Facebook
Athugasemdir
Bendi á að ef leiðrétta á kjaragliðnun af hvaða tölu eru reiknuð þessi 20% vegna kjaragliðnunar, þar sem grunnlífeyrir er kr. 34.053 á mánuði eru 20% af því sorglega lág tala
Bara smur á bílinn minn hefur hækkað á s.l. þremur árum úr kr. 15.000 í kr. 25.000 fyrir utan alla aðra kostnaðarliði það þarf að gera mikið betur við lífeyrisþega en að leiðrétta einhverja sérútreiknaða kjaragliðnum
Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 13:41
Sæl Guðrún Jónína! 20% hækkun á að reiknast á allan lífeyri aldraðra.Éinhleypingur,sem hefur 210 þús. fyrir skatt í dag á þess vegna að hækka um 42 þús. kr. á mánuði og sá,sem hefur 185 þús. kr. fyrir skatt á að hækka um 37 þús.kr.
Bestu kveðjur
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 28.6.2013 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.