Kjör lífeyrisþega: Ríkisstjórnin lætur 850 mill.kr. í ár upp í 17,6 milljarða kjaraskerðingu !

 Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn lofuðu því fyrir kosningar að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 1.júlí 2009 strax,ef þeir kæmust til valda.Þessir flokkar sitja nú í ríkisstjórn.En efndirnar á kosningaloforðunum láta á sér standa.Stjórnarflokkarnir hafa aðeins efnt lítinn hluta kosningaloforðanna við lífeyrisþega. Þeir hafa aðeins efnt það,sem er ódýrast fyrir ríkissjóð.Það kostar t.d.ríkið lítið sem ekki neitt að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna á ný.Frítekjumarkið verður hækkað úr 40 þús, kr.á mánuði í 110 þús. kr., á mánuði,þ.e. í þá fjárhæð,sem það var í fyrir 1.júlí 2009.Þetta kostar ríkið 150 millj. kr. á þessu ári.En á móti fær ríkið auknar skatttekjur af þeim atvinnutekjum,sem aldraðir fá,ef þeir fara út á vinnumarkaðinn. Hin leiðréttingin,sem ríkisstjórnin gerir strax,þ.e. afnám á skerðingu grunnlífeyris kostar talsvert meira.Hún kostar 700 millj., kr,. á þessu ári.Hætt verður að láta greiðslur úr lífeyrissjóði skerða grunnlífeyri.Það er mikilvæg leiðrétting enda þótt hún nái aðeins til þeirra,sem hafa góðan lífeyrissjóð.Leiðréttingar ríkisstjórnarinnar kosta því 850 millj. kr.í ár.Það er lítið upp í þá 17,6 milljarða,sem skerðingin á kjörum aldraðra og öryrkja hefur kostað sl. 4 ár vegna laganna frá 1.júlí 2009.Þá er ótalin leiðrétting á lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar sl. 4 ár en þá var lífeyrir lífeyrisþega að mestu frystur á meðan lægstu laun hækkuðu talsvert.Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyrir um 20%.Það kostar aðra 17 milljarða. Þetta lofuðu stjórnarflokkarnir einnig að leiðrétta.Einkum voru frambjóðendur Framsóknar ákveðnir í því efni.Þeir lofuðu að þetta yrði leiðrétt strax.Ríkisstjórnin getur ekki borið við peningaleysi,þar eð hún lét útgerðina fá 10 milljarða á sumarþinginu með því að samþykkja lög um lækkun veiðigjalda. Hún hefði getað notað þessa 10 milljarða til þess að leiðrétta kjör lífeyrisþega.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Rafn Guðmundsson sendi mér athugasemd við ofangreinda bloggfærslu.Hún er á þessa leið:Er ekki bara gott að það komi strax/fljótlega í ljós að loforðin þeirra eru bara 'loft'.Ég er sammála þessari athugasemd.

Með kveðju

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 14.7.2013 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband