Miðvikudagur, 16. október 2013
Engin skuldaleiðrétting á þessu ári!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í viðtali við erlenda fréttastofu,að ólíklegt sé að nokkur skuldaleiðrétting verði á þessu ári.Þessi yfirlýsing kemur ekki á óvart en hún gengur í berhögg við yfirlýsingu forsætisráðherra,sem hefur ítekað sagt,að niðurstaða í þessu máli muni liggja fyrir í nóvember,þ.e í næsta mánuði.Forsætisráðherra hefur gefið til kynna að skuldaleiðrétting mundi eiga sér það í ár.Það er ábyrgðarlaust að skapa væntingar hjá fólki,sem ekki er unnt að standa við.Spurningin er þessi: Verður nokkurn tímann staðið við þetta stærsta kosningaloforð allra tíma?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er alveg ótrúlegt hversu vel óvenjubrött kosningaloforð SDG hafa skilað honum góðum árangri. Þau minna einna helst á Silvio Berlusconi! Auðvitað eru þau á innihalds en það var 51% þjóðarinnar sem féll í gryfjuna. Við hin 49% sitjum uppi með vandræðin af þessari uppákomu.
Í gær kíkti eg í bókina þína Björgvin í Eymundsson. Hún er rituð af mikillri einlægni og skilningi á stöðu mála. Mér finnst fyrstu kapítularnir vera hreint afbragð. Til lukku og eg treysti þér að halda áfram að rita um fleiri forvitnilega staði og minningar! Við sem erum komin á miðjan aldur höfum svo margt að miðla hversu ótrúlegt sem það er. Sjálfur minnist eg þess að hlíða á minningar manns í verkamannavinnu um aldamótin 1900 og þegar höfnin var byggð. Þessi gamli maður var fæddur 1878 og hafði alveg ótrúlega góða frásagnargáfu.
Guðjón Sigþór Jensson, 17.10.2013 kl. 22:19
Sæll Guðjón Sigþór! Þakka þér fyrir vinsamleg orð um bókina mína.
Kær kveðja
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson, 18.10.2013 kl. 05:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.