Er stjórnin að falla?

Greinar hafa birst í blöðum að undanförnu þess efnis,að átök aukist nú milli stjórnarflokkanna og óvíst sé hvað stjórnin lifi lengi.Yfirlýsing Bjarna Benediktssonar,formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis,að ekkert yrði ákveðið á þessu ári um skuldaleiðréttingu heimilanna þykir til marks um togstreytu milli stjórnarflokkanna.Sigmundur Davíð,forsætisráðherra, hefur margítrekað sagt,að ákveðið verði í lok næsta mánaðar hversu mikil skuldaleiðréttingin verði. Yfirlýsing Bjarna gengur því í berhögg við ummæli Sigmundar.Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna um skuldaleiðréttinguna á alþingi í síðustu viku.Bjarni endurtók það,sem hann hafði sagt við Bloomberg fréttastofuna.Hann dró ekkert í land.

Svo virðist því sem Bjarni sé að ögra Sigmundi Davíð.Það er vitað,að mikil andstaða er í Sjálfstæðisflokknum við hugmyndir Framsóknar um skuldalækkun heimilanna.Margir telja,að slík aðgerð gæti valdið þenslu og verðbólgu og það er skoðun Seðlabankans.Það er enginn bilbugur á Framsókn í þessu efni.Flokkurinn vill framkvæma skuldalækkun heimila í einu eða öðru formi.Annað mál er hvort það verður framkvæmanlegt. Það er alls óvíst,að einhverjir fjármunir fáist úr búum gömlu bankanna,sem eru í slitameðferð.Og einnig er alveg óvíst hvenær það gæti orðið ef af verður.Ekki er útflit fyrir,að það yrði á næsta ári.

Fullyrt er í einni blaðagrein, að Sjálfstæðisflokkurinn undirbúi að sprengja stjórnina og mynda stjórn með öðrum flokkum.Því verður trúað mátulega.Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti skuldaleiðréttingu heimila við myndun stjórnarinnar og það er skráð í stjórnarsáttmálann.Við það hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að standa eða hvað?

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sterk er óskhyggja ykkar LANDRÁÐAFYLKINGARMANNA................................

Jóhann Elíasson, 24.10.2013 kl. 12:28

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sterk er óskhyggja ykkar LANDRÁÐAFYLKINGARMANNA.....................

Jóhann Elíasson, 24.10.2013 kl. 12:30

3 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Jóhann!

Ég hefi samþykkt athugasemd þína þrátt fyrir upphrópun þína um að ég sé landráðafylkingarmaður.Gaman væri að sá rökstuðning þinn fyrir því að ég sé landráðamaður.

Með kveðju

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 24.10.2013 kl. 12:49

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hef aldrei sagt að þú sért landráðamaður enda fátt sem bendir til þess en það hefur komið fram að þú styðjir LANDRÁÐAFYLKINGUNA og það gerir þig að LANDRÁÐAFYLKINGARMANNI.  Fyrirgefðu hversu seint ég svaraði en ég fór ekki fyrr inn á bloggið þitt.....................

Jóhann Elíasson, 31.10.2013 kl. 10:44

5 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Jóhann!

Ég býst við,að þú sért að draga ályktun af því að ég hafi talið koma til greina að ganga í ESB.Vegna þess vil ég taka tvennt fram:

1) Ég hefi alltaf tekið það skýrt fram,að það sé skilyrði af minni hálfu fyrir stuðningi við aðild að ESB,að Ísland fái viðunandi og nægilega hagstæðan samning um sjávarútvegsmál.Fáist slíkur samningur ekki er ég andvígur aðild að ESB.

2) Grannþjóðir okkar Danmörk,Svíþjóð og Finnland eru aðilar að ESB.Gerir það vini okkar og frændur í þessum löndum að landráðafylkingarmönnum?Það er auðvitað fáránlegt að tala þannig.Ég ráðlegg þér að hætta að nota svona slagorð eins og landráðafylkingarmaður.Það er mikið betra að rökræða með orðum,sem unnt er að standa við.

Með bestu kveðju

Björgvin Guðkmundsson

Björgvin Guðmundsson, 31.10.2013 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband