Fimmtudagur, 30. janúar 2014
Íhaldsstjórnin byrjuð að segja upp starfsmönnum!
Stundum segja menn,að munurinn á flokkunum sé orðinn svo lítill,að ekki skipti máli hverjir séu við stjórn.En þetta er ekki rétt.Það kemur vel í ljós þessa dagana.Íhaldsstjórnin er byrjuð að segja upp ríkisstarfsmönnum.Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tókst að halda þannig á málum þrátt fyrir mikla erfiðleika,að ekki var einum einasta ríkisstarfsmanni sagt upp.Í dag er 30 starfsmönnum stjórnarráðsins sagt upp störfum og þeir fréttu það fyrst í fjölmiðlum í gær.Ríkisstjórnin segist ætla að spara 300 milljónir kr., með þessu.En það tekst ekki,þar eð þessir 30 starfsmenn fara allir beint á atvinnuleysisbætur og við aukast úgjöld atvinnuleysistryggingasjóðs.
Það var engin þörf á því að hefja uppsagnir starfsmanna eins og ríkisstjórnin hefur nú gert.Ríkisstjórnin lækkaði tekjuskatt á fólki með meðaltekjur og hærri tekjur um 5 milljarða.Hún lækkaði ekki skatta á þeim lægst launuðu.Og ríkisstjórnin lækkaði veiðigjöld á útgerðinni um 10 milljarða.Engin þörf var á því.Þetta er spurning um forgangsmál og stefnumál. Stefna jafnaðarmanna er að allir hafi atvinnu og rekið sé öflugt velferðarkerfi. Stefna íhalds og framsóknar er að lækka skatta á stórútgerðinni og þeim tekjuháu.Íhaldsstjórnin kærir sig kollótta um það hvort fólk hefur vinnu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað voru mörgum sagt upp á landsspítalanum á síðasta kjörtímili ? Vissulega fjölgaði á sama tíma í stjórnsýslunni og þá sérstaklega í undirstofnunum umhverfisráðuneytisins. Heilbrigð og góð forgangsröðun?
Þú ert semsagt á því að ofurskattleggja atvinnuvegina með það markmið að halda sem flestum í starfi hjá ríkinu? Það er heilbrigt?
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 12:00
Sæll Stefán Örn!
Nei, ég er ekki á því að ofurskattleggja eigi atvinnuvegina.Ég tel það ekki ofurskattlagningu að taka eðlilegt afgjald af útgerðinni fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar,fiskistofnunum.Það er ekki venjuleg skattlagning.Það er afgjald fyrir nýtingu sjávarauðlindarinnar,sem þjóðin öll á sameiginlega samkvæmt lögum. Útgerðin fékk kvótana í upphafi afhenta fría og gat um langt árabil nýtt þá án þess að greiða nokkuð fyrir.Útgerðin á ekki fremur að geta nýtt sjávarauðlindina án afgjalds en t.d. aðrir geti i nýtt orkuauðlindina án afgjalds.Ég tel,að veiðigjöldin,sem fyrri ríkisstjórn ákvað hafi fremur verið of lág en of há.Núverandi ríkisstjórn talaði mikið um að hún ætlaði að lækka skatta af atvinnuvegunum en hún hefur ekkert gert í því annað en að lækka afgjaldið fyrir afnot af sjávarauðlindinni.Útgerðin græðir á tá og fingri í dag; tvö síðustu árin hafa verið þau bestu í sögu útgerðarinnar.Hins vegar lækkaði ríkisstjórnin tryggingagjaldið lítið sem ekkert.Hún lækkaði það aðeins örlítið til málamynda.Atvinnufyrirtækjum hefði munað um það,ef tryggingagjaldið hefði verið lækkað myndarlega eins og lofað var.
Með kveðju
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson, 1.2.2014 kl. 06:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.