ESB rekur ekki á eftir okkur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,forsætisráðherra,sat fyrir svörum í kastljósi fyrir nokkrum dögum.Aðalumræðuefnið var ESB og tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands til baka.Forsætisráðherra var spurður hvers vegna ríkisstjórnin legði þessa tillögu fram og hvað lægi svona mikið á.Forsætisráðherra svaraði því til, að ESB ræki á eftir málinu.ESB vildi fá svör um það sem fyrst hvort Ísland ætlaði að halda áfram aðildarviðræðum eða ekki.Sigmundur Davíð sagði ennfremur,að unnt væri að leggja málið í þjóðaratkvæði, ef stjórnarskránni yrði fyrst breytt!

Strax í kjölfar þessa kastljóssþáttar sagði fulltrúi stækkunarstjóra ESB,að Íslands gæti tekið sér góðan tíma til þess að gera upp hug sinn varðandi ESB. Mörg dæmi væru um það, að umsóknarríki hefðu dregið það lengi að ljúka aðildarviðræðum og mörg dæmi væru um, að hlé væri gert á viðræðum. Nokkrum dögum síðar sagði sendiherra ESB á Íslandi, að ESB ræki ekki á eftir Íslandi í þessu efni.Ísland gæti tekið sér góðan tíma.--Hér ber nokkuð á milli þess, sem forsætisráðherra segir og ESB.Ekki hvarflar að mér, að Sigmundur Davíð fari vísvitandi með rangt mál.Miklu nær er að álíta, að  hann hafi mistúlkað ummæli talsmanna ESB af einhverjum ástæðum.-Varðandi ummæli forsætisráðherra um að breyta þurfi stjórnarskránni áður en þjóðarkvæðagreiðsla fari fram um aðildarviðræðurnar má vitna í ummæli Þorsteins Pálssonar og Sigurðar Líndal. Þeir sögðu af þessu tilefni, að alþingi gæti gert smábreytingu á þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, þess efnis,að alþingi setti það skilyrði fyrir samþykki tillögunnar,að hún yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samkvæmt þessu ætti ríkisstjórninni ekki að vera neitt að vanbúnaði að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram.

 

Björgvin Guðmundssin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Björgvin

Ég er með útskrifað af erlendum fréttamiðlum það sem Barroso, sem er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kunnugt er og þar með æðsti strumpur í þeim herbúðum ókosinna kommisara sem enginn borgari í ESB kaus þarna inn, sagði við Sigmund Davíð um sumarið 2ö13 úti í Brüssel. Það sést þar svart á hvítu að það sem forsætisráðherrann sagði í kastljósinu var sannleikanum samkvæmt - hann laug engu. Ég hélt að þú værir búinn að læra það að treysta ekki flwestum innlendum fjölmiðlum til að segja satt í ESB umræðu. Það er svo búið að fletta ofan af hverri lyginni á fætur annarri - nú ef ekki lygi - þá hálfsannleik. Eins og þú veist þá má segja sem skáldið : hálfsannleikur oftast er, óhrekjandi lygi !

Hérna er þetta :

„Published: 17 July 2013 | Updated: 18 July 2013

European Commission President José Manuel Barroso told the new eurosceptic prime minister of Iceland yesterday (16 July) that his country should decide “without further delay” if it wanted to continue accession negotiations, or abandon plans to join the EU.” Og ennfremur segir : But Barroso insisted that the Union expected Iceland to make up its mind fast.

“The clock is ticking, and it is in the shared interest of us all, that this decision is taken without further delay. We hope that this debate in Iceland will provide us with clear indications on the way ahead,” he said.”

Sjáðu : „without further delay” ég geri ekki ráð fyrir að ég þurfi að íslenska þetta fyrir þig. Þá sömuleiðis :„The clock is ticking”

Er hægt fyrir diplómata að tala eitthvað skýrar ?

Taktu efir því sem sagt er „accession negotiations” sem er aðlögunarviðræður - ekki samningaviðræður í merkingu þess orðs að því frátöædu að okkur g´ti gefist kostur á að fá einhverra mánaða eða fáeinna ára frest til að laga eins og t.d. fiskveiðikerfið endanlega að því sem er í gildihjá ESB en aldrei til frambúðar eða varanlega eins og búið er að ljúga að þjóðinni frá upphafi að sé hægt. Amma sagði alltaf að það væri ljótt að ljúga og skamm á þessa lygalaupa VG og Einsmálsfylkingarinnar. Þeir eru heppnir að amma gamla andaðist fyrir margt löngu annar kæmi hún með vöndinn til að tukta þessa gemlinga til fyrir óheiðarleikann.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.3.2014 kl. 17:36

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!

Þetta breytir ekki því, sem stækkunarstjórinn  sagði í svari við fyrirspurn frá fréttastofu sjónvarpsins.Og það breytir heldur ekki því,sem sendiherra ESB á Íslandi sagði í svari við fyrirspurn.Sennilega er skýringin á þessu misræmi sú,að ESB hafi breytt um afstöðu til þess að hlé væri gert á viðræðunum við ESB.Nú segir ESB skýrt að gera megi langt hlé á viðræðunum.-Já,það er rétt hjá þér,það er búið að flétta ofan af margri lyginni og hálfsannleik í ESB málinu.Þar á meðal hefur verið flétt ofan af því skröki leiðtoga ríkisstjórnarinnar að efna ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna.Sigmundur Davíð forsætisráðherra lýsti þessu yfir við fréttamenn við undirritun stjórnarsáttmálans á Laugarvatni og allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lýstu því yfir í kosningabaráttunni,að efna ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar; Bjarni talaði um fyrri hluta kjörtímabilsins í þessu sambandi,t.d. í tengslum við sveitarstjórnarkosningar.

Með kveðju

Björgvin Guðmundsson 

Björgvin Guðmundsson, 8.3.2014 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband