Á að afhenda bönkunum Íbúðalánasjóð

Unnið hefur verið að nýjum tillögum um framtíð Íbúðalánasjóðs á vegum félagsmálaráðuneytisins að undanförnu.Fyrstu tillögurnar hafa nú séð dagsins ljós.Í ljós kemur,að um er að ræða tillögur nokkurra einkafyrirtækja um málið,t.d. fyrirtækis Ingva Harðarsonar  hagfræðings, Analitica.Þessi einkafyrirtæki leggja til,að Íbúðalánasjóður verði lagður niður og starfsemi sjóðsins fengin nýjum íbúðalánafélögum bankanna.Erfitt er að sjá hvers vegna starfsmenn félagsmálaráðuneytisins gátu ekki  unnið þessar tillögur.Það þurfti ekki þrjú einkafyrirtæki til þess að leggja fram þessar tillögur.Ekki nema brýna nauðsyn hafi borið til að borga þessum fyrirtækjum himinháar upphæðir úr vösum skattgreiðenda.

Bankarnir hafa lengi ásælst útlánastarfsemi Íbúðalánasjóðs og nú lítur úr fyrir,að íhaldsstjórnin,sem er við völd, ætli að afhenda   bönkunum sjóðinn!Það eina,sem gerist við slíka breytingu er það, að bankarnir geta smurt vel ofan á lánin til húsbyggjenda.Bankarnir gera ekkert frítt.Þetta eru hálfgerðar okurstofnanir.Talað er um að breyta húsnæðislánakerfinu að danskri fyrirmynd.Það kann vel að vera að danska húsnæðiskerfið sé góð fyrirmynd. En félagsmálaráðuneytið hefði átt að geta metið það sjálft án þess að láta nokkur einkafyrirtæki meta málið fyrir sig og mata ofan í sig.

 

Björgvin Guðmundsson 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Björgvin. Þú byrjar á því að gráta yfir greiðslum úr vösum skattgreiðenda til þessara fyrirtækja sem gerðu úttektina.

Þú gleymir þá í leiðinni að á örfáum undanförnum árum er búið að greiða tap Íbúðalánasjóðs um hunruði milljarða úr vösum þeirra sömu skattgreiðenda og barst svo mjög fyrir brjósti.

Er ekki rétt að fara losa skattgreiðendur alfarið frá því að niðurgreiða sífellt niður tap þessa Íbúðalánasjóðs ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.3.2014 kl. 19:21

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll! Við losun fólkið ekki við greiðslur þó við afhendum bönkunum Íbúðalánasjóð.?Það er frekar að greiðslurnar hækki.Það er aðeins sjálfsblekking að halda að eitthvað sparast við þá tilfærslu.Halli ILS stafaði af bankahruninu og, þeirri staðreynd að bankarnir hirtu öll lánin af ils eftir að Framsókn lét samþykkja að lána mætti 90 til 100 prósent af fasteignamati

Með kveðju. Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 22.3.2014 kl. 06:42

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll á ný.

Ég er ekki einungis að tala um það sem gberðist eftir bankahrunið. Þetta er búinn að vera viðvarandi innspýting verulega lengi í þessa ólánsstofnun og þar á undan Húsnæðisstofnun.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.3.2014 kl. 01:11

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Svo gleymdi ég einu, engum verða afhent nein lán þaðan - nema sá hinn sami, þá banki eða lífeyrissjóður, kaupi þau sem hver önnur veðbréf við fullu verði miðað við verðmæti þeirra.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.3.2014 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband