Krafan er aukið lýðræði!

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,forsætisráðherra,sagði í viðtali við Sigurjón M. Egilsson Á Sprengisandi sl. sunnudag,að óvíst væri að  alþingi gæti afgreitt tillögu utanríkisráðherra um afturköllun aðildarumsóknar að ESB á yfirstandandi þingi! Þetta var nýr tónn,sem bendir til þess að ríkisstjórnin sé að gefa eftir vegna 52000 undirskrifta landsmanna og stanslausra mótmæla á Austurvelli.Ljóst er að ríkisstjórnin er að gæla við að láta tillöguna stranda í þinginu vegna "tímaleysis".Fari svo getur stjórnin tekið tillöguna upp aftur næsta haust.Þetta yrði áfangasigur en ekki nóg.Það verður að knýja fram þjóðaratkvæðagreisðslu strax.Það er krafa þjóðarinnar.Stjórnarflokkarnir verða að standa við kosningaloforð sín um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna.Þjóðin sættir sig ekki við annað.Í dag er krafa almennings,krafa kjósenda,að lýðræði verði aukið.Fólkið á að fá að ráða í fleiri málum en áður.Krafan er aukið lýðræði og þess vegna kemur ekki til greina að slaka á kröfunni um þjóðaratkvæðagreiðslu strax.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Er ekki tilvalið að byrja á Landsambandi eldri borgara.Leyfa til að mynda fólki í þeim samtökum að kjósa um eitthvað af þeim tillögum sem LE er að leggja fyrir stjórnvöld.Eins og þetta er í dag þá getur stjórn LE gert hvað sem er í nafni samtakanna eftir að hún hefur verið kosin, og hún gerir það.Og það eru aldrei lagðar fram á aðalfundum,sem eru yfirleitt einu fundirnir yfir árið þar sem allir geta komið að,neinar tillögur um hvað eigi að gera og hvað skuli lagt fyrir stjórnvöld.Byrjum á LE hvað beint lýðræði snertir.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 25.3.2014 kl. 10:31

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Sigurgeir!

Á aðalfundi FEB,sem haldinn var í febrúar voru samþykktar fjölmargar ályktanir um kjaramál,sem  síðan eru afhentar stjórnvöldum og óskað eftir framkvæmdum á  þeim.Hið sama er að- segja um LEB.Landsþing þess var haldið sl. ár og þar samþykktar fjölmargar ályktanir um kjaramál. Það er því alls ekki þannig,að stjórnir samtakanna ákveði hvaða kjaramál á að leggja fyrir stjórnvöld.Það er ákveðið á landsþingi LEB og aðalfundi FEB. Hins vegar er það ágæt hugmynd hjá þér,að viss kjaramál séu einnig lögð fyrir allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna.En  ég sakna þess, að þú skyldir ekkert minnast á það hvort þú viljir hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar.Mér segir svo hugur,að þú styðjir ekki slíka þjóðaratkvæðagreiðslu og þess vegna drepir þú málinu á dreif  með því að tala um aukið lýðræði hjá LEB.

Með kveðju

Björgvin Guðmundsson 

Björgvin Guðmundsson, 25.3.2014 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband