Miðvikudagur, 2. apríl 2014
Dagrún Þorvaldsdóttir 80 ára
Dagrún Þorvaldsdóttir,eiginkona mín,varð 80 ára í gær.Í tilefni af því var haldin afmælisveisla heima hjá okkur,þar sem synir okkar,sem búsettir eru á Íslandi mættu ásamt konum sínum.Afmælisveislan tókst mjög vel.Tengdadætur okkar Dagrúnar sáu um veitingarnar en þær voru alveg frábærar.Tveir sona okkar lögðu einnig hönd á plóginn.Það ríkti mikil gleði í afmælisveislunni.Dagrún naut hennar vel.Mikið var sungið en það er fastur liður í samkvæmum í okkar fjölskyldu að syngja.Söngurinn er ómissandi enda lífgar hann upp á.Við Dagrún erum búin að vera í farsælu hjónabandi í rúm 60 ár.
Einn sonur okkar,Björgvin býr í Finnlandi ásamt konu sinni,Pirjo.En þeir synir okkar og tengdadætur,sem mættu í veisluna voru þessir : Þorvaldur,Guðmundur,Þórir,Rúnar,Hilmar,Unnur kona Þóris,Elín kona Rúnars og Sjöfn kona Hilmars.-Haldið var einnig upp á afmæli Dagrúnar í Fríðuhúsi en þar er hún í dagþjálfun.
Björgvin Guðmundsson









Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Facebook
Athugasemdir
Elsku pabbi!
Takk kærlega fyrir skeytið. Ég sé að afmælið hefur tekist frábærlega vel, og mikil gleði ríkt og mamma verið glöð og ánægð og brosað mikið, sem er auðvitað mikilvægst af öllu að mamma hafi verið svona eldhress og glöð. Veislumaturinn hefur verið mjög ljúfengur eins og þú nefndir, og mikið sungið, m. a. afmælisöng fyrir mömmu. Þetta hefur greinilega verið mjög góður dagur, og við Pirjo samgleðjumst ykkur mömmu að þessi dagur hafi heppnast svona vel. Það var mjög gaman að tala við þig í símanum í gær rétt áður en veislan byrjaði. Ég vil enn á ný óska mömmu og þér hjartanlerga til hamingju með afmælið! Það verður gaman að sjá myndirnar sem Hilmar tók a nýju myndavélina.
Kær kveðja, Björgvin og Pirjo
Björgvin Björgvinsson, 2.4.2014 kl. 18:21
Óska frænku minni innilega til hamingju með stórafmælið.
Guðrún Ágústsdóttir
Gudrún Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 20:44
Sæl Guðrún!
Þökkum góðar afmælisóskir vegna 80 ára afmælis Dagrúnar.
Bestu kveðjur
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 3.4.2014 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.