Miðvikudagur, 9. apríl 2014
Niðurfærsla Jóhönnu nam 82 milljörðum kr.
Upplýst var á alþingi í gær,að skuldaniðurfærsla ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hefði numið 82 milljörðum kr..Það er 10 milljörðum meira en niðurfærsla Sigmundar Davíðs nemur. En Sigmundur Davíð sagði,að niðurfærsla hans á skuldum væri svo mikil, að um heimsmet væri að ræða. Nú er komið í ljós,að ekki er um neitt heimsmet að ræða hjá Sigmundi Davíð. Ef tala á um heimsmet í þessu sambandi, er það Jóhanna en ekki Sigmundur, sem setti heimsmetið.Stundum ef betra að vera ekki með of mikil mannalæti.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Enn reyna menn að þakka Jóhönnu fyrir verk dómstóla. Merkilegt!!
Gunnar Heiðarsson, 9.4.2014 kl. 12:11
Sæll Gunnar! Niðurstaða dómstóla er ekki inni í þessum 82 milljörðum,heldur aðeins þær ráðstafanir,sem ríkisstjórn Jóhönnu gerði til lækkunar á skuldum heimilanna.
Með bestu kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 9.4.2014 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.