Samfylkingin á uppleið í Rvk. suður

Ný skoðanakönnun Capacent Gallup um fylgi flokkanna í Reykjavík suður var birt í dag. Samkvæmt henni  eykst fylgi Samfylkingarinnar um 6 % stig frá síðustu könnun og fær Samfylkingin tæp 25%.  Þetta er dágóð viðbót hjá Samfylkingunni og gefur til kynna, að Samfylkingin sé á uppleið og geti, ef vel gengur, náð kjörfylgi sínu. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig  2,5% stigum frá síðustu könnun og mælist með 42,5%. Er það óhuggulega mikið fylgi og óskiljanlegt, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli mælast með svo mikið fylgi,miðað við allt það slæma sem flokkurinn hefur gert undanfarin ár..Framsókn ermeð 4.5% og fær engan þingmann kjörinn í kjördæminu samkvæmt því. Svo virðist sem Framsóknarmennirnir séu að fara yfir á íhaldið og munu kjósendur Framsóknar telja eins gott eða betra að fara yfir á höfuðbólið í stað þess að vera á hjáleigunni. Fyrri kjósendur  Framsóknar vita, að ef þeir kjósa Framsókn eru þeir að kjósa áframhaldandi völd íhaldsins.

Í skoðanakönnuninni eru lagðar 3 spurningar fyrir kjósendur. Þriðja spurningin er þessi: Hvort er líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna. Þetta getur ekki talist hlutlaus spurning. Með henni er verið  að gera Sjálfstæðisflokknum hærra undir höfði en öðrum flokkum og getur það hæglega leitt til betri útkomu fyrir Sjálfstæðisflokkinn en ef flokkurinn væri ekki nefndur sérstaklega.

 Sjálfstæðiflokkurinn hefur yfirleitt fengið minna fylgi  í kosningum en í skoðanakönnunum. Það verður að vona,að svo verði einnig 12.mai n.k.

 

Björgvin Guðmundsson

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Ellert!

Þú hefur eitthvað ruglast í ríminu. Ég hefir aldrei sagt,að ekki sé að marka skoðanakannanir.En 6 prósentustigahækkun milli kannana,eins og gerist  nú hjá Samfylkingu í Rvík suður er góð  sókn. Launþegar geta glaðst yfir þeim áfangangasigri  en atvinnurekendur og fjármagnseigendur eru áhyggjufullir.

Með kveðju   - BG

Björgvin Guðmundsson, 22.4.2007 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband