Fimmtudagur, 22. október 2015
Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar miklu minna en laun í ár
Fyrirsögn á forsíðu Mbl.í dag gefur til kynna,að það sé verið að eða eigi að hækka elli-og örorkulífeyri meira en laun. En svo er ekki.Mbl. er að fjalla um allar greiðslur Tryggingastofnunar sl. ár og segir,að þær hafi aukist meira en laun.Hér er verið að tala um allar greiðslur TR,félagslega aðstoð,foreldragreislur vegna langveikra barna,umönnunargreiðslur,meðlagsgreiðslur,barnalífeyri,mæðra og feðralaun,dánarbætur,endurhæfingarlífeyri,ellilífeyri,lífeyri öryrkja o.fl.
Hækkun bóta og lífeyris á yfirstandandi ári er hins vegar aðeins 3% á sama tíma og lágmarkslaun hafa hækkað um 14,5%.Þar er mikið bil(gliðnun) á milli.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Facebook
Athugasemdir
Lögum samkvæmt taka bætur lífeyrisþega breytingum samkvæmt launaþróun en ekki einstökum hækkunum. Aldraðir og öryrkjar fá hækkun í samræmi við launaþróun á næsta ári eins og lög kveða á um. Fyrr eiga bótaþegar ekki rétt á neinum hækkunum. Lágmarkslaun koma bótum ekkert við og eru engin viðmiðun.
Ufsi (IP-tala skráð) 22.10.2015 kl. 17:15
Sæll Óli! Launaþróun yfirstandandi árs gefur svipaða útkomu launahækkana eins og hækkun lágmarkslauna. Meðaltalshækkun 12 kjarasamninga í ár er 14% en lágmárkslaun hækkuðu um 14,5%.Útkoman á næsta ári er einnig svipuð. Flestir samningar sem gerðir hafa verið á þessu ári voru gerðir til 3 ja ára en auk þess til 4ra og 2ja ára.Meðaltalshækkun næsta árs er svipuð.
bestu kveðjur
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 22.10.2015 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.