Fimmtudagur, 7. janúar 2016
Aðild Íslands að refsiaðgerðum gegn Rússlandi mistök?
Utanríkisráðherra,Gunnar Bragi Sveinsson,var gestur RUV í morgun. Rætt var um refsagerðir Vesturlanda gegn Rússum og aðild Íslands að þeim.Refsiaðgerðir þessar leiddu til þess að Rússar gerðu gagnráðstafanir,þar á meðal gegn Íslendingum og bönnuðu innflutning sjávarafurða,svo sem makríls til Rússlands.Vesturveldin gripu til refsiaðgerða gegn Rússum vegna þess að þeir skertu sjálfstæði Úkraínu.
Refsiaðgerðir,sem Ísland tók þátt í gegn Rússlandi,fólust í því að banna útflutning hergagna og fjármagns til Rússlands.Ísland flytur hvorugt út til Rússlands þannig að það er út í hött að Ísland taki þátt í slíkum ráðstöfunum.Nóg hefði verið að Ísland hefði mótmælt aðgerðum Rússlands í Úkrainu.
Innflutningsbann Rússa á makríl frá Íslandi hefur skaðað islenska útflytjendur mikið. Mjög erfitt hefur reynst að afla nýrra markaða fyrir makríl.Hefur útflutningsverðmæti Íslands hrapað af þessum sökum. Gera íslenskir útflytjendur og sjávarútvegurinn nú kröfu til þess að Ísland hætti aðild að refsiaðgerðunum gegn Rússlandi.Mér virðist það eðlileg krafa. Ísland flytur hvorki út fjármagn né hergögn til Rússlands og því út í hött að banna slíkan útflutning til Rússlands.Nær er að mótmæla á annan hátt.En Gunnar Bragi segist ekki ætla að skipta um skoðun.Ég talaði við lítið fiskvinnslufyrirtæki,sem flytur út makríl. Það tapaði 30 milljónum á refsiaðgerðunum gegn Rússlandi í fyrra. Það er mikið fyrir lítið fyrirtæki.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Björgvin. Hvernig skertu Rússar sjálfstæði Úkraínu? Hvaða banki er langt kominn í að kaupa upp allt land í Úkraínu?
Hverjir eru að gera hvað, og fyrir hverja, og gegn hverjum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.1.2016 kl. 10:35
Sæl Anna Sigríður!
Rússar innlimuðu Krímskagann,sem heyrði undir Úkraínu. Að vísu heyrði skaginn undir Rüssland þar áður.Rússar hafa einnig hvað eftir annað beitt hervaldi í Úkraínu.Vesturveldin eru að mótmæla innlimun Krímskagans fyrst og fremst.
Kær kveðja
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 7.1.2016 kl. 15:05
Björgvin. Var það ekki Evrópusambandið sem byrjaði á því að steypa réttkjörnum stjórnvöldum af stóli í Úkraínu og tók þann stól/stóla? Eða man ég þetta vitlaust?
Þetta er greinilega haft nógu flókið allt saman, til að rugla almenning og reka skoðanamótandi fjölmiðlaáróður. Það er flókin spurning að svara, hver raunverulega stjórnar þessum hörmungaleikritum heimsins.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.1.2016 kl. 18:06
Sæl! Evrópusambandið bauð Úkraínu fríverslunarsamning. Rússar lögðust gegn honum og við það jòkst misklíð milli ríkjanna.
Bestu kveðjur
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 8.1.2016 kl. 06:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.